21 des. 2003Síðastliðið ár hefur verið afar viðburðaríkt hjá FIBA - Europe. Sambandið, sem stofnað var í fyrra, flutti í febrúar sl. í nýjar höfuðstöðvar í München og síðan hefur hvert stórverkefnið rekið annað. Meðal þess sem FIBA - Eurpoe hefur skipulagt á þessu ári eru fjögur undanúrslit og úrslit félagsliðakeppna, tvö Evrópumeistaramót, tvö Evrópumeistaramót unglinga, tvö Promotion cup mót, þrír stjórnarfundir, eitt ársþing, þrjú alþjóðleg dómaranámskeið og innleiðing á nýju keppnisfyrirkomulagi í Evrópukeppni landsliða. Hér er aðeins fátt eitt talið af því sem sambandið hefur tekið sér fyrir hendur á árinu og eflaust láta verkefnin heldur ekki á sér standa á næsta ári.
Viðburðaríkt ár brátt að baki hjá FIBA - Europe
21 des. 2003Síðastliðið ár hefur verið afar viðburðaríkt hjá FIBA - Europe. Sambandið, sem stofnað var í fyrra, flutti í febrúar sl. í nýjar höfuðstöðvar í München og síðan hefur hvert stórverkefnið rekið annað. Meðal þess sem FIBA - Eurpoe hefur skipulagt á þessu ári eru fjögur undanúrslit og úrslit félagsliðakeppna, tvö Evrópumeistaramót, tvö Evrópumeistaramót unglinga, tvö Promotion cup mót, þrír stjórnarfundir, eitt ársþing, þrjú alþjóðleg dómaranámskeið og innleiðing á nýju keppnisfyrirkomulagi í Evrópukeppni landsliða. Hér er aðeins fátt eitt talið af því sem sambandið hefur tekið sér fyrir hendur á árinu og eflaust láta verkefnin heldur ekki á sér standa á næsta ári.