19 des. 2003Á morgun, laugardag, verður leikinn úrslitaleikur kvenna í Hópbílabikarkeppni KKÍ. Keppnin er nú haldin í fjórða sinn og að þessu sinni verður leikið í Smáranum í Kópavogi eins og í fyrra. Leikurinn hefst kl. 14:15. Dómarar leiksins verða Rögnvaldur Hreiðarsson og Erlingur Snær Erlingsson. Leikurinn verður sýndur beint á RÚV. Á leið sinni í úrslitin sló Keflavík út lið ÍS, en Keflavík sat hjá í 8-liða úrslitum. KR sló hins vegar út Hauka og Grindavík á leið sinni í úrslitin. Keflavík og KR hafa mæst tvívegis í 1. deild kvenna í vetur. Í fyrri leiknum sem fram fór 18. október í DHL-höllinni sigraði KR 79-69. Í síðari leiknum sem fram fór í Keflavík 24. nóvember sigraði Keflavík hins vegar 72-59. Strax á eftir úrslitaleiknum verður leikur Breiðabliks og Grindavíkur í Intersport-deildinni. Sá leikur hefst kl. 16:15 og verður hann einnig sýndur beint á RÚV. Fyrri hluta Intersport-deildarinnar (11. umferð) lýkur síðan á sunnudaginn þegar Keflavík og Haukar leika í Keflavík kl.19:15.
Keflavík og KR leika til úrslita
19 des. 2003Á morgun, laugardag, verður leikinn úrslitaleikur kvenna í Hópbílabikarkeppni KKÍ. Keppnin er nú haldin í fjórða sinn og að þessu sinni verður leikið í Smáranum í Kópavogi eins og í fyrra. Leikurinn hefst kl. 14:15. Dómarar leiksins verða Rögnvaldur Hreiðarsson og Erlingur Snær Erlingsson. Leikurinn verður sýndur beint á RÚV. Á leið sinni í úrslitin sló Keflavík út lið ÍS, en Keflavík sat hjá í 8-liða úrslitum. KR sló hins vegar út Hauka og Grindavík á leið sinni í úrslitin. Keflavík og KR hafa mæst tvívegis í 1. deild kvenna í vetur. Í fyrri leiknum sem fram fór 18. október í DHL-höllinni sigraði KR 79-69. Í síðari leiknum sem fram fór í Keflavík 24. nóvember sigraði Keflavík hins vegar 72-59. Strax á eftir úrslitaleiknum verður leikur Breiðabliks og Grindavíkur í Intersport-deildinni. Sá leikur hefst kl. 16:15 og verður hann einnig sýndur beint á RÚV. Fyrri hluta Intersport-deildarinnar (11. umferð) lýkur síðan á sunnudaginn þegar Keflavík og Haukar leika í Keflavík kl.19:15.