18 des. 2003Sannkallaður nágrannaslagur verður í Intersport-deildinni í kvöld þegar Hamar og Þór Þorlákshöfn mætast í Hveragerði í fyrsta sinn í efstu deild. Kunnugir tala um suðurlandsskjálfta þegar minnst er á þessa viðureign. Annar grannaslagur verður í Seljaskóla í Reykjavíkur þegar erkifjendurnir ÍR og KR mætast. Leikir þessara liða í gegnum árin hafa jafnan verið mjög spennandi og skemmtilegir. Í Njarðvík mætast heimamenn og Tindastóll og í Stykkishólmi taka heimamenn á móti KFÍ-mönnum. Þrátt fyrir válynd veður fer leikurinn fram þar sem Ísfirðingar héldu landsveginn í Hólminn í dag. Leikir kvöldsins hefjast allir kl. 19:15. Næst síðasti leikur 16-liða úrslita bikarkeppni KKÍ & Lýsingar í kvennaflokki verður í Laugardalshöll í kvöld þegar Ármann/Þróttur tekur á móti UMFG. Sá leikur hefst kl. 20:00.
Suðurlandsskjálfti í kvöld
18 des. 2003Sannkallaður nágrannaslagur verður í Intersport-deildinni í kvöld þegar Hamar og Þór Þorlákshöfn mætast í Hveragerði í fyrsta sinn í efstu deild. Kunnugir tala um suðurlandsskjálfta þegar minnst er á þessa viðureign. Annar grannaslagur verður í Seljaskóla í Reykjavíkur þegar erkifjendurnir ÍR og KR mætast. Leikir þessara liða í gegnum árin hafa jafnan verið mjög spennandi og skemmtilegir. Í Njarðvík mætast heimamenn og Tindastóll og í Stykkishólmi taka heimamenn á móti KFÍ-mönnum. Þrátt fyrir válynd veður fer leikurinn fram þar sem Ísfirðingar héldu landsveginn í Hólminn í dag. Leikir kvöldsins hefjast allir kl. 19:15. Næst síðasti leikur 16-liða úrslita bikarkeppni KKÍ & Lýsingar í kvennaflokki verður í Laugardalshöll í kvöld þegar Ármann/Þróttur tekur á móti UMFG. Sá leikur hefst kl. 20:00.