15 des. 2003Heimsmetið í fjölda áhorfenda á einum körfuboltaleik féll í gærkvöldi þegar 78.129 áhorfendur sáu Michigan State sigra University of Kentucky 79-74 í bandarísku háskóla keppninni. Fyrra heimsmet er frá árinu 1951, þegar Harlem Globetrotters lék á Ólympíuleikvanginum í Berlín. Leikurinn í gær fór fram á heimavelli Detroit Lions ruðningsliðsins í NFL-deildinni, en byggt var gólf yfir grasið. Það er engin tilviljun að metið féll í leik í háskólaboltanum en ekki í NBA. Áhuginn á háskólaíþróttum í Bandaríkjunum er gríðarlegur og þar eru körfubolti og ruðningur lang vinsælustu greinarnar. Stóru skólarnir hafa úr miklum fjármunum að spila, þjálfararnir eru á svimandi háum launum, en leikmennirnir mega ekki þiggja nein laun.
52 ára gamalt heimsmet fallið
15 des. 2003Heimsmetið í fjölda áhorfenda á einum körfuboltaleik féll í gærkvöldi þegar 78.129 áhorfendur sáu Michigan State sigra University of Kentucky 79-74 í bandarísku háskóla keppninni. Fyrra heimsmet er frá árinu 1951, þegar Harlem Globetrotters lék á Ólympíuleikvanginum í Berlín. Leikurinn í gær fór fram á heimavelli Detroit Lions ruðningsliðsins í NFL-deildinni, en byggt var gólf yfir grasið. Það er engin tilviljun að metið féll í leik í háskólaboltanum en ekki í NBA. Áhuginn á háskólaíþróttum í Bandaríkjunum er gríðarlegur og þar eru körfubolti og ruðningur lang vinsælustu greinarnar. Stóru skólarnir hafa úr miklum fjármunum að spila, þjálfararnir eru á svimandi háum launum, en leikmennirnir mega ekki þiggja nein laun.