13 des. 2003Nú rétt áðan var dregið í B-deild Evrópukeppninnar í körfuknattleik í Belgrad í Serbíu. Ísland lenti í A-rilði með Rúmeníu, Danmörku og Azerbajan. Leikir Íslands verða gegn Danmörku úti 11. september, heima gegn Azerbajan 15. september og heima gegn Rúmeníu 18. september 2004. Síðari umferðin fer fram í september 2005. Sigurvegari riðilsins mætir sigurvegara úr B-riðlinum í leikjum heima og heiman þar sem keppt verður um laust sæti í A-deildinni. Drátturinn í riðla í B-deildinni var eftirfarandi: A-riðill; Rúmenía, Danmörk, Ísland, Azerbajan B-riðill: Írland, Sviss, Slóvakía, Malta C-riðill: Hvíta-Rússland, Kýpur, Austurríki, Albanía D-riðill: Makedónía, Georgía, Finnland, Lúxemborg Enn fremur var dregið í A-deild Evrópukeppninnar og varð niðurstaðan eftirfarandi: A-riðill: Svíþjóð, Króatía, Rússland B-riðill: Búlgaría, Lettland, Ísrael, Portúgal C-riðill: Ungverjaland, Úkraína, Þýskaland, Belgía D-riðill: Tékkland, Slóvenía, Frakkland, Pólland E-riðill: Eistland, Bosnía Herzegovína, Tyrkland, Holland
Ísland í A-riðli
13 des. 2003Nú rétt áðan var dregið í B-deild Evrópukeppninnar í körfuknattleik í Belgrad í Serbíu. Ísland lenti í A-rilði með Rúmeníu, Danmörku og Azerbajan. Leikir Íslands verða gegn Danmörku úti 11. september, heima gegn Azerbajan 15. september og heima gegn Rúmeníu 18. september 2004. Síðari umferðin fer fram í september 2005. Sigurvegari riðilsins mætir sigurvegara úr B-riðlinum í leikjum heima og heiman þar sem keppt verður um laust sæti í A-deildinni. Drátturinn í riðla í B-deildinni var eftirfarandi: A-riðill; Rúmenía, Danmörk, Ísland, Azerbajan B-riðill: Írland, Sviss, Slóvakía, Malta C-riðill: Hvíta-Rússland, Kýpur, Austurríki, Albanía D-riðill: Makedónía, Georgía, Finnland, Lúxemborg Enn fremur var dregið í A-deild Evrópukeppninnar og varð niðurstaðan eftirfarandi: A-riðill: Svíþjóð, Króatía, Rússland B-riðill: Búlgaría, Lettland, Ísrael, Portúgal C-riðill: Ungverjaland, Úkraína, Þýskaland, Belgía D-riðill: Tékkland, Slóvenía, Frakkland, Pólland E-riðill: Eistland, Bosnía Herzegovína, Tyrkland, Holland