9 des. 2003Næstu andstæðingar Keflavíkur í bikarkeppni Evrópu er franska liðið [v+]http://www.htv-basket.com/fr/[v-]Hyeres-Toulon Var (HTV)[slod-]. Félagið er frá frönsku borgunum Hyeres og Toulon í héraðinu Var á Rívíerunni á suðurströnd Frakklands. Leikur liðanna hefst í Keflavík kl. 19:15 á morgun miðvikudag. Hyeres Toulon hefur lengst af leikið í PRO B deildinni í Frakklandi, en fyrir þremur árum komst félagið upp í PRO A (sem er efsta deildin) og hefur fest sig í sessi þar með góðri spilamennsku. Sem stendur, að 10 umferðum loknum, er liðið í 10-11. sæti af 18 liðum, með fjóra sigra og sex töp. Franska PRO A deildin gildir sem eins sterkasta deildin í Evrópu, ásamt deildum í suður Evrópu og í Litháen og Rússlandi. Franskur körfubolti telst með því besta í Evrópu og urðu Frakkar í 3ja sæti á Evrópukeppninni í Svíþjóð í haust. Einnig hafa Frakkar átt sigurvegara í Meistaradeild Evrópu, Limoges. Helsta stjarna Frakka um þessar mundir er Tony Parker, bakvörðurinn snöggi hjá meisturum San Antonio Spurs í NBA. Í bikarkeppni Evrópu hefur Toulon leikið fjóra leiki, unnið tvo og tapað tveimur. Toulon vann öruggan sigur á Keflavík í fyrri umferðinni, 107-91, en það er eini ósigur Keflavíkur til þessa í keppninni, en jafnframt eini útileikurinn. Helstu stjörnur Toulon liðsins eru eftirtaldir: Jason Rowe, bandar. bakvörður frá Loyola háskólanum, 25 ára, 1,76 m, 17 stig að meðaltali og 6 stoðs. Ótrúlega fljótur og kraftmikill leikmaður. Floyd Miller, miðherji frá Vincent, eyju í Karabíska hafinu, 30 ára, frá Bowling Green háskólanum í Bandaríkjunum, 2,00 m, 13 stig og 6 frák. að meðaltali. Mikill reynslubolti sem m.a. hefur leikið með frönsku liðunum Nancy og Lyon. Nedeljko Asceric, framherji frá Serbíu, 38 ára, 1,98m, 11 stig, góð 3ja stiga skytta, skoraði 18 stig gegn Keflavík í fyrri leiknum. Wade Gugino, bandar. miðherji, 33 ára, 2,06, 11 stig og 5,5 fráköst, gerði 16 stig gegn Keflavík í fyrri leiknum. Laurent Legname, franskur bakvörður, 26 ára, 1,85m, 6 stig að meðaltali í deild, en stigahæstur í Evrópukeppninni, með 15 stig að meðaltali. Mikil 3ja stiga skytta, hefur sett 16 af 35 í keppninni. Skoraði 19 stig gegn Keflavík, hitti úr 4 af 7 þristum. Legname kemur úr yngri flokkum Toulon og er í miklu uppáhaldi hjá stuðningsmönnum félagsins. Franck Bouteille, franskur framherji, 32ja ára, 2,00m, 9,5 stig, 4,5 frák, skoraði 14 stig gegn Keflavík. Bouteille hefur leikið með Toulon undanfarin fjögur ár. Nánar á [v+]http://www.keflavik.is/karfan/forsida/[v-]vef Keflavíkur[slod-].
Keflavík mætir Hyeres-Toulon Var
9 des. 2003Næstu andstæðingar Keflavíkur í bikarkeppni Evrópu er franska liðið [v+]http://www.htv-basket.com/fr/[v-]Hyeres-Toulon Var (HTV)[slod-]. Félagið er frá frönsku borgunum Hyeres og Toulon í héraðinu Var á Rívíerunni á suðurströnd Frakklands. Leikur liðanna hefst í Keflavík kl. 19:15 á morgun miðvikudag. Hyeres Toulon hefur lengst af leikið í PRO B deildinni í Frakklandi, en fyrir þremur árum komst félagið upp í PRO A (sem er efsta deildin) og hefur fest sig í sessi þar með góðri spilamennsku. Sem stendur, að 10 umferðum loknum, er liðið í 10-11. sæti af 18 liðum, með fjóra sigra og sex töp. Franska PRO A deildin gildir sem eins sterkasta deildin í Evrópu, ásamt deildum í suður Evrópu og í Litháen og Rússlandi. Franskur körfubolti telst með því besta í Evrópu og urðu Frakkar í 3ja sæti á Evrópukeppninni í Svíþjóð í haust. Einnig hafa Frakkar átt sigurvegara í Meistaradeild Evrópu, Limoges. Helsta stjarna Frakka um þessar mundir er Tony Parker, bakvörðurinn snöggi hjá meisturum San Antonio Spurs í NBA. Í bikarkeppni Evrópu hefur Toulon leikið fjóra leiki, unnið tvo og tapað tveimur. Toulon vann öruggan sigur á Keflavík í fyrri umferðinni, 107-91, en það er eini ósigur Keflavíkur til þessa í keppninni, en jafnframt eini útileikurinn. Helstu stjörnur Toulon liðsins eru eftirtaldir: Jason Rowe, bandar. bakvörður frá Loyola háskólanum, 25 ára, 1,76 m, 17 stig að meðaltali og 6 stoðs. Ótrúlega fljótur og kraftmikill leikmaður. Floyd Miller, miðherji frá Vincent, eyju í Karabíska hafinu, 30 ára, frá Bowling Green háskólanum í Bandaríkjunum, 2,00 m, 13 stig og 6 frák. að meðaltali. Mikill reynslubolti sem m.a. hefur leikið með frönsku liðunum Nancy og Lyon. Nedeljko Asceric, framherji frá Serbíu, 38 ára, 1,98m, 11 stig, góð 3ja stiga skytta, skoraði 18 stig gegn Keflavík í fyrri leiknum. Wade Gugino, bandar. miðherji, 33 ára, 2,06, 11 stig og 5,5 fráköst, gerði 16 stig gegn Keflavík í fyrri leiknum. Laurent Legname, franskur bakvörður, 26 ára, 1,85m, 6 stig að meðaltali í deild, en stigahæstur í Evrópukeppninni, með 15 stig að meðaltali. Mikil 3ja stiga skytta, hefur sett 16 af 35 í keppninni. Skoraði 19 stig gegn Keflavík, hitti úr 4 af 7 þristum. Legname kemur úr yngri flokkum Toulon og er í miklu uppáhaldi hjá stuðningsmönnum félagsins. Franck Bouteille, franskur framherji, 32ja ára, 2,00m, 9,5 stig, 4,5 frák, skoraði 14 stig gegn Keflavík. Bouteille hefur leikið með Toulon undanfarin fjögur ár. Nánar á [v+]http://www.keflavik.is/karfan/forsida/[v-]vef Keflavíkur[slod-].