8 des. 2003Jakob Sigurðarson átti sannkallaðan stórleik þegar Birmingham Southern College sigraði Robert Morris-háskólann 83-75 í Big South-háskóladeildinni á laugardag. Jakob setti persónulegt stigamet með liðinu, en hann gerði 29 stig í leiknum. BSC náði að vinna upp 14 stiga forystu Robert Morris og tryggja sér sigur á síðustu 12 mínútum leiksins. Leikurinn var nánast endurtekning á leik sömu skóla í fyrra þegar BSC náði að vinna upp 12 stiga forskot Robert Morris í síðari hálfleik. Jakob hitti úr 8 af 13 skotum sínum í leiknum og 4 af 8 skotum sínum utan 3ja stiga línunnar. Auk þess hitti hann úr 9 af 10 vítaskotum sínum. Auk þess að vera stigahæstur þá var Jakob með flestar stoðsendingar eða 5 talsins. Fimm leikmenn BSC skoruðu 10 stig eða meira í leiknum. Framundan er 12 daga próftími hjá Jakobi og félögum í skólanum, en næsti leikur BSC er 18. desember gegn Savannah State.
Jakob með stórleik í sigri BSC
8 des. 2003Jakob Sigurðarson átti sannkallaðan stórleik þegar Birmingham Southern College sigraði Robert Morris-háskólann 83-75 í Big South-háskóladeildinni á laugardag. Jakob setti persónulegt stigamet með liðinu, en hann gerði 29 stig í leiknum. BSC náði að vinna upp 14 stiga forystu Robert Morris og tryggja sér sigur á síðustu 12 mínútum leiksins. Leikurinn var nánast endurtekning á leik sömu skóla í fyrra þegar BSC náði að vinna upp 12 stiga forskot Robert Morris í síðari hálfleik. Jakob hitti úr 8 af 13 skotum sínum í leiknum og 4 af 8 skotum sínum utan 3ja stiga línunnar. Auk þess hitti hann úr 9 af 10 vítaskotum sínum. Auk þess að vera stigahæstur þá var Jakob með flestar stoðsendingar eða 5 talsins. Fimm leikmenn BSC skoruðu 10 stig eða meira í leiknum. Framundan er 12 daga próftími hjá Jakobi og félögum í skólanum, en næsti leikur BSC er 18. desember gegn Savannah State.