1 des. 2003Jón Arnór Stefánsson og félagar hans í liði Dallas Mavericks sem ekki eru Bandaríkjamenn, þeir Dirk Nowitzky (Þýslalandi), Steve Nash (Kanada), Eduardo Nájera (Mexíkó) og Tariq Abdul-Wahad (Frakklandi) munu á föstudaginn [v+]http://www.nba.com/mavericks/community/Mavs%20and%20UNICEF.html[v-]safna fé[slod-] fyrir Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna með því að gefa eiginhandar áritanir. Dallas og UPS hafa tekið höndum saman um að [v+]http://www.nba.com/mavericks/community/Mavs%20and%20UNICEF.html[v-]safna fé[slod-] fyrir UNICEF og munu leikmennirnir árita myndir eða annað gegn 20$ eða hærri upphæð. UPS mun síðan láta jafnmikið fé af hendi rakna og leikmennirnir safna eða allt að 5.000$. Barnahjálpin mun nota féð til að koma börnum og mæðrum þeirra í stríðshrjáðum löndum eins og Kongó, Afganistan, Líberíu og Írak til hjálpar. Meirihluti flóttamanna frá stríðshrjáðum löndum eru konur og börn.
Jón Arnór og félagar safna fyrir UNICEF
1 des. 2003Jón Arnór Stefánsson og félagar hans í liði Dallas Mavericks sem ekki eru Bandaríkjamenn, þeir Dirk Nowitzky (Þýslalandi), Steve Nash (Kanada), Eduardo Nájera (Mexíkó) og Tariq Abdul-Wahad (Frakklandi) munu á föstudaginn [v+]http://www.nba.com/mavericks/community/Mavs%20and%20UNICEF.html[v-]safna fé[slod-] fyrir Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna með því að gefa eiginhandar áritanir. Dallas og UPS hafa tekið höndum saman um að [v+]http://www.nba.com/mavericks/community/Mavs%20and%20UNICEF.html[v-]safna fé[slod-] fyrir UNICEF og munu leikmennirnir árita myndir eða annað gegn 20$ eða hærri upphæð. UPS mun síðan láta jafnmikið fé af hendi rakna og leikmennirnir safna eða allt að 5.000$. Barnahjálpin mun nota féð til að koma börnum og mæðrum þeirra í stríðshrjáðum löndum eins og Kongó, Afganistan, Líberíu og Írak til hjálpar. Meirihluti flóttamanna frá stríðshrjáðum löndum eru konur og börn.