1 des. 2003Körfuknattleiksdeild Fjölnis í samvinnu við Hópbíla ehf. hélt um helgina stórmót fyrir yngstu iðkendur körfubolta þ.e.a.s. fyrir drengi fædda 1993 og síðar og stúlkur fæddar 1992 og síðar. Mótið var haldið í íþróttamiðstöðinni Dalhúsum og í íþróttahúsi Rimaskóla. Um 400 keppendur léku á mótinu, þeir voru í 62 liðum frá 7 félögum. Fyrir utan leiknina var boðið upp á ýmsar skemmtilegar uppákomur. Framkvæmd mótsins var með ágætum hjá Fjölnismönnum og eiga þeir heiður skilinn fyrir skipulag og framkvæmd mótsins. Er ljóst að Hópbílamótið er komið til að vera og þjónar það mikilvægum þætti í mótahaldi körfuknattleiksins á Íslandi. Athygli vakti mikill fjöldi iðkenda í minniboltanum hjá Fjölni, UMFG, Keflavík og Njarðvík. Ljóst er að starfið er til fyrirmyndar hjá þessum félögum og á það vafalaust eftir að koma þeim til góða í framtíðinni. Næstu verkefni fyrir leikmenn fyrir 10 ára og yngri í vetur verða KEA-skyr mót Breiðabliks sem haldið verður 31. janúar - 1. febrúar og Samkaupsmótið í Reykjanesbæ 6.-7. mars.
Hópbílamót Fjölnis
1 des. 2003Körfuknattleiksdeild Fjölnis í samvinnu við Hópbíla ehf. hélt um helgina stórmót fyrir yngstu iðkendur körfubolta þ.e.a.s. fyrir drengi fædda 1993 og síðar og stúlkur fæddar 1992 og síðar. Mótið var haldið í íþróttamiðstöðinni Dalhúsum og í íþróttahúsi Rimaskóla. Um 400 keppendur léku á mótinu, þeir voru í 62 liðum frá 7 félögum. Fyrir utan leiknina var boðið upp á ýmsar skemmtilegar uppákomur. Framkvæmd mótsins var með ágætum hjá Fjölnismönnum og eiga þeir heiður skilinn fyrir skipulag og framkvæmd mótsins. Er ljóst að Hópbílamótið er komið til að vera og þjónar það mikilvægum þætti í mótahaldi körfuknattleiksins á Íslandi. Athygli vakti mikill fjöldi iðkenda í minniboltanum hjá Fjölni, UMFG, Keflavík og Njarðvík. Ljóst er að starfið er til fyrirmyndar hjá þessum félögum og á það vafalaust eftir að koma þeim til góða í framtíðinni. Næstu verkefni fyrir leikmenn fyrir 10 ára og yngri í vetur verða KEA-skyr mót Breiðabliks sem haldið verður 31. janúar - 1. febrúar og Samkaupsmótið í Reykjanesbæ 6.-7. mars.