28 nóv. 2003KKÍ hefur gefið út blaðið Körfuboltann 2003 - 2004. Um er að ræða 80 síðna glæsilegt blað sem er allt í lit. Ritstjóri blaðsins er Tómas Gunnar Viðarsson og um umbrot og útlit sá Eggert Baldvinsson. Sjást þeir hér á myndinni með Ólafi Rafnssyni formanni KKÍ. Í tímaritinu eru viðtöl við Jón Arnór Stefánsson og Donnie Nelson yfirmann körfuboltamála hjá Dallas. Kennir þar margra grasa. Enn fremur er umfjöllun um liðin í Intersportdeildinni og í 1. deild kvenna ásamt fjölda greina og viðtala við leikmenn og dómara. Blaðinu verður dreift frítt í öllum verslunum Nóatúns og í verslunum Intersport nú um helgina. Enn fremur munu félögin fá eintök til að dreifa til sinna félagsmanna. Þeir sem ekki geta beðið skulu drífa sig í næstu Nóatúnsbúð eða í Intersport. Þeir verða ekki sviknir af blaðinu.
Körfuboltinn kominn út
28 nóv. 2003KKÍ hefur gefið út blaðið Körfuboltann 2003 - 2004. Um er að ræða 80 síðna glæsilegt blað sem er allt í lit. Ritstjóri blaðsins er Tómas Gunnar Viðarsson og um umbrot og útlit sá Eggert Baldvinsson. Sjást þeir hér á myndinni með Ólafi Rafnssyni formanni KKÍ. Í tímaritinu eru viðtöl við Jón Arnór Stefánsson og Donnie Nelson yfirmann körfuboltamála hjá Dallas. Kennir þar margra grasa. Enn fremur er umfjöllun um liðin í Intersportdeildinni og í 1. deild kvenna ásamt fjölda greina og viðtala við leikmenn og dómara. Blaðinu verður dreift frítt í öllum verslunum Nóatúns og í verslunum Intersport nú um helgina. Enn fremur munu félögin fá eintök til að dreifa til sinna félagsmanna. Þeir sem ekki geta beðið skulu drífa sig í næstu Nóatúnsbúð eða í Intersport. Þeir verða ekki sviknir af blaðinu.