26 nóv. 2003[v+]http://www.keflavik.is/karfan/forsida/[v-]Keflavík[slod-] leikur sinn annan heimaleik í [v+]http://www.fibaeurope.com/Default.asp?roundID=3681&cid={A440F8BD-44CB-4159-9FC6-547E93455FE2}&compID={0D93D753-CAD5-4604-A251-1402A6361BF3}&[v-]bikarkeppni Evrópu[slod-] í kvöld þegar [v+]http://www.cabmadeira.net/[v-]CAB Madeira[slod-] sækir Keflavíkinga heim í íþróttahúsið í Keflavík kl. 19:15. Staðan í riðli Keflavíkinga í vesturdeild Evrópu er þannig að öll liðin hafa unnið einn leik og tapað einum. Allt virðist geta gerst í B-riðli vesturdeildarinnar í bikarkeppni Evrópu. Félögin fjögur (Keflavík, [v+]http://www.ovarenseaerosoles.com/[v-]Ovarense[slod-], Madeira og [v+]http://www.htv-basket.com/fr/index.php[v-]Toulon[slod-]) hafa unnið sinn leikinn hvert og allir hafa leikirnir unnist á heimavelli. Á sama tíma og leikið er í Keflavík mætast Toulon og Ovarense í Frakklandi. Verða Frakkarnir að teljast sigurstranglegri þar. Gera má ráð fyrir því að mun fleiri leikir vinnist á heimavelli en útivelli í riðlakeppninni. Það er jafnvel hugsandi að allir leikirnir vinnist á heimavelli, en ef slíkt gerðist myndi stigaskor ráða röð í riðli. En hvað svo sem gerist, eru heimasigrar algert lykilatriði til að ná góðum árangri og komast í átta liða úrslit. Þess vegna er leikurinn í kvöld sá mikilvægasti sem Keflavík hefur leikið á þessu keppnistímabili. Með sigri heldur Keflavík öllum dyrum opnum, en tap kemur liðinu í erfiða stöðu. Möguleikar Keflvíkinga felast nefnilega í því að keyra upp hraðann á heimavelli og hitta vel. Slíkur leikur getur komið andstæðingum í opna skjöldu eins og menn hafa séð gerast um margra ára skeið. [v+]http://www.lcb.pt/ligatmn/?esc=jogador&id=209[v-]Nate Johnston[slod-], sem lék um skeið með [v+]http://www.lcb.pt/ligatmn/?esc=jogador&id=209[v-]Portland[slod-] í [v+]http://www.nba.com[v-]NBA deildinni[slod-], er aðal leikmaður Madeira, en auk hans eru margir góðir leikmenn og sérstaklega hefur vakið athygli okkar að þeir hafa verulega góðar 3ja stiga skyttur. Í sigurleiknum gegn Toulon á dögunum hittu þeir t.d. úr 15 af 25 skotum sem er frábær hittni. Madeira hefur sex leikmenn yfir 2 metra, Keflavík hefur einn ([v+]http://www.kki.is/tolfraedi/ferill_leikmanns.asp?Felaganumer=164662[v-]Derrick Allen[slod-]). Meðalhæð Madeiringa er um 1,96 m en um 1,89 hjá Keflavík. Madeiringar eru aðeins eldri en við, meðalaldur þeirra er 26 og hálft ár, en Keflavíkinga um 25 ár. Þessi leikur er mikið tilhlökkunarefni fyrir leikmenn jafnt sem alla stuðningsmenn keflvísks og íslensks körfubolta. kki.is hvetur alla körfuboltaáhugamenn til að fjölmenna á leikinn í kvöld. ÁFRAM KEFLAVÍK!!
Keflavík mætir CAB Madeira í kvöld
26 nóv. 2003[v+]http://www.keflavik.is/karfan/forsida/[v-]Keflavík[slod-] leikur sinn annan heimaleik í [v+]http://www.fibaeurope.com/Default.asp?roundID=3681&cid={A440F8BD-44CB-4159-9FC6-547E93455FE2}&compID={0D93D753-CAD5-4604-A251-1402A6361BF3}&[v-]bikarkeppni Evrópu[slod-] í kvöld þegar [v+]http://www.cabmadeira.net/[v-]CAB Madeira[slod-] sækir Keflavíkinga heim í íþróttahúsið í Keflavík kl. 19:15. Staðan í riðli Keflavíkinga í vesturdeild Evrópu er þannig að öll liðin hafa unnið einn leik og tapað einum. Allt virðist geta gerst í B-riðli vesturdeildarinnar í bikarkeppni Evrópu. Félögin fjögur (Keflavík, [v+]http://www.ovarenseaerosoles.com/[v-]Ovarense[slod-], Madeira og [v+]http://www.htv-basket.com/fr/index.php[v-]Toulon[slod-]) hafa unnið sinn leikinn hvert og allir hafa leikirnir unnist á heimavelli. Á sama tíma og leikið er í Keflavík mætast Toulon og Ovarense í Frakklandi. Verða Frakkarnir að teljast sigurstranglegri þar. Gera má ráð fyrir því að mun fleiri leikir vinnist á heimavelli en útivelli í riðlakeppninni. Það er jafnvel hugsandi að allir leikirnir vinnist á heimavelli, en ef slíkt gerðist myndi stigaskor ráða röð í riðli. En hvað svo sem gerist, eru heimasigrar algert lykilatriði til að ná góðum árangri og komast í átta liða úrslit. Þess vegna er leikurinn í kvöld sá mikilvægasti sem Keflavík hefur leikið á þessu keppnistímabili. Með sigri heldur Keflavík öllum dyrum opnum, en tap kemur liðinu í erfiða stöðu. Möguleikar Keflvíkinga felast nefnilega í því að keyra upp hraðann á heimavelli og hitta vel. Slíkur leikur getur komið andstæðingum í opna skjöldu eins og menn hafa séð gerast um margra ára skeið. [v+]http://www.lcb.pt/ligatmn/?esc=jogador&id=209[v-]Nate Johnston[slod-], sem lék um skeið með [v+]http://www.lcb.pt/ligatmn/?esc=jogador&id=209[v-]Portland[slod-] í [v+]http://www.nba.com[v-]NBA deildinni[slod-], er aðal leikmaður Madeira, en auk hans eru margir góðir leikmenn og sérstaklega hefur vakið athygli okkar að þeir hafa verulega góðar 3ja stiga skyttur. Í sigurleiknum gegn Toulon á dögunum hittu þeir t.d. úr 15 af 25 skotum sem er frábær hittni. Madeira hefur sex leikmenn yfir 2 metra, Keflavík hefur einn ([v+]http://www.kki.is/tolfraedi/ferill_leikmanns.asp?Felaganumer=164662[v-]Derrick Allen[slod-]). Meðalhæð Madeiringa er um 1,96 m en um 1,89 hjá Keflavík. Madeiringar eru aðeins eldri en við, meðalaldur þeirra er 26 og hálft ár, en Keflavíkinga um 25 ár. Þessi leikur er mikið tilhlökkunarefni fyrir leikmenn jafnt sem alla stuðningsmenn keflvísks og íslensks körfubolta. kki.is hvetur alla körfuboltaáhugamenn til að fjölmenna á leikinn í kvöld. ÁFRAM KEFLAVÍK!!