20 nóv. 2003Tilkynnt hefur verið að landslið Bandaríkjamanna í körfuknattleik muni dvelja í Barcelona á Spáni við lokaundirbúning sinn fyrir Ólympíuleikana í Aþenu á næsta ári. Mönnum er í fersku minni sú mikla athygli sem fyrsta Ólympíulandslið Bandaríkjanna skipað leikmönnum úr NBA-deildinni, hið s.k. „Draumalið“ vakti einmitt á Ólympíuleikunum í Barcelona árið 1992. Var það lið skipað hetjum á borð við Michael Jordan og Magic Johnson. Spánverjar munu tefla fram tveimur NBA-leikmönnum á Ólympíuleikunum, þeim Pau Gasol og Raul Lopez, en flestir telja að róðurinn verði afar erfiður í þeirra riðli. Þrátt fyrir ófarir á HM í Indianapolis á síðasta ári virðast flestir á einu máli um að erfitt verði að sigra lið Bandaríkjanna á leikunum, sem mun verða skipað flestum sterkustu leikmönnum NBA-deildarinnar, því sterkasta frá 1992 að því talið er.
Bandaríkjamenn undirbúa sig í Barcelona
20 nóv. 2003Tilkynnt hefur verið að landslið Bandaríkjamanna í körfuknattleik muni dvelja í Barcelona á Spáni við lokaundirbúning sinn fyrir Ólympíuleikana í Aþenu á næsta ári. Mönnum er í fersku minni sú mikla athygli sem fyrsta Ólympíulandslið Bandaríkjanna skipað leikmönnum úr NBA-deildinni, hið s.k. „Draumalið“ vakti einmitt á Ólympíuleikunum í Barcelona árið 1992. Var það lið skipað hetjum á borð við Michael Jordan og Magic Johnson. Spánverjar munu tefla fram tveimur NBA-leikmönnum á Ólympíuleikunum, þeim Pau Gasol og Raul Lopez, en flestir telja að róðurinn verði afar erfiður í þeirra riðli. Þrátt fyrir ófarir á HM í Indianapolis á síðasta ári virðast flestir á einu máli um að erfitt verði að sigra lið Bandaríkjanna á leikunum, sem mun verða skipað flestum sterkustu leikmönnum NBA-deildarinnar, því sterkasta frá 1992 að því talið er.