18 nóv. 2003Á fundi aðalstjórnar FIBA, sem haldinn var í Madrid á Spáni um þar síðustu helgi, var rætt um staðsetningu heimsmeistaramótsins árið 2010. Útboðsfresti aðildarþjóða lýkur í lok janúar 2004, og endanlegt tilboð þarf að hafa borist fyrir lok júlí 2004. Ráðgert er að ákvörðun stjórnar liggi fyrir eigi síðar en í nóvember 2004. Eins og mönnum er í fersku minni fór síðasta heimsmeistaramót fram í Indianapolis í Bandaríkjunum í fyrra, þar sem heimamenn náðu einungis 6. sæti. Næsta heimsmeistaramót fer hinsvegar fram í Japan árið 2006, þar sem helst verður talið til nýjunga að þátttökuþjóðum í úrslitakeppninni hefur verið fjölgað úr 16 í 24.
HM í körfu 2010
18 nóv. 2003Á fundi aðalstjórnar FIBA, sem haldinn var í Madrid á Spáni um þar síðustu helgi, var rætt um staðsetningu heimsmeistaramótsins árið 2010. Útboðsfresti aðildarþjóða lýkur í lok janúar 2004, og endanlegt tilboð þarf að hafa borist fyrir lok júlí 2004. Ráðgert er að ákvörðun stjórnar liggi fyrir eigi síðar en í nóvember 2004. Eins og mönnum er í fersku minni fór síðasta heimsmeistaramót fram í Indianapolis í Bandaríkjunum í fyrra, þar sem heimamenn náðu einungis 6. sæti. Næsta heimsmeistaramót fer hinsvegar fram í Japan árið 2006, þar sem helst verður talið til nýjunga að þátttökuþjóðum í úrslitakeppninni hefur verið fjölgað úr 16 í 24.