14 nóv. 2003Keflvíkingar léku sinn annan leik í bikarkeppni Evrópu í gærkvöldi. Leikurinn var á útivelli gegn franska liðinu Hyeres Toulon Var og lokatölur voru 107-91 franska liðinu í vil. Franska liðið var yfir allan leikinn og skoraði mikið undir körfu Keflvíkinga. Skotnýting franska liðsins var 76,7% í tveggja stiga skotum á móti 44,9% hjá Keflvíkingum. Keflavíkingar skoruðu þó fleiri 3ja stiga körfur en Toulon, eða 9 gegn 5 og nýting þeirra var 32,1% á móti 31,3% hjá Toulon. Stig Keflavíkur gerðu Derrick Allen 29, Magnús Þór Gunnarsson 17, Nick Bradford 17, Falur Harðarson 7, Jón N. Hafsteinsson 7, Gunnar Einarsson 6, Sverrir Þór Sverrisson 6 og Halldór Halldórsson 3. Næsti leikur Keflavíkinga í keppninni verður gegn Madeira frá Portúgal í Keflavík 26. nóvember. Madeira tapaði í gær fyrir Ovarense 77-82. Áður hafði Maderie sigrað Toulon. Staðan í riðlinum er því þannig að öll liðin eru með 1 sigur og 1 tap. Nánar á [v+]http://www.fibaeurope.com/Default.asp[v-]FIBAEurope.com[slod-]
Keflavík tapaði í Toulon
14 nóv. 2003Keflvíkingar léku sinn annan leik í bikarkeppni Evrópu í gærkvöldi. Leikurinn var á útivelli gegn franska liðinu Hyeres Toulon Var og lokatölur voru 107-91 franska liðinu í vil. Franska liðið var yfir allan leikinn og skoraði mikið undir körfu Keflvíkinga. Skotnýting franska liðsins var 76,7% í tveggja stiga skotum á móti 44,9% hjá Keflvíkingum. Keflavíkingar skoruðu þó fleiri 3ja stiga körfur en Toulon, eða 9 gegn 5 og nýting þeirra var 32,1% á móti 31,3% hjá Toulon. Stig Keflavíkur gerðu Derrick Allen 29, Magnús Þór Gunnarsson 17, Nick Bradford 17, Falur Harðarson 7, Jón N. Hafsteinsson 7, Gunnar Einarsson 6, Sverrir Þór Sverrisson 6 og Halldór Halldórsson 3. Næsti leikur Keflavíkinga í keppninni verður gegn Madeira frá Portúgal í Keflavík 26. nóvember. Madeira tapaði í gær fyrir Ovarense 77-82. Áður hafði Maderie sigrað Toulon. Staðan í riðlinum er því þannig að öll liðin eru með 1 sigur og 1 tap. Nánar á [v+]http://www.fibaeurope.com/Default.asp[v-]FIBAEurope.com[slod-]