12 nóv. 2003Keflvíkingar unnu glæsilegan sigur á franska liðinu Hyeres Toulon í gærkvöldi með 82 stigum gegn 78 (44-46). Nánari lýsingu á leiknum má finna á [v+]http://www.keflavik.is/karfan/forsida/[v-]heimasíðu Keflvíkinga[slod-] og tölfræðina má sjá á heimasíðu [v+]http://www.fibaeurope.com/Default.asp?roundID=3681&cid={A440F8BD-44CB-4159-9FC6-547E93455FE2}&compID={0D93D753-CAD5-4604-A251-1402A6361BF3}&[v-]FIBA - Europe[slod-]. Framhaldið Keflvíkingar eru öruggir með sæti í átta liða úrslitakeppni vesturdeildarinnar en þar verður leikið 20. og 23. janúar og ef með þarf 28. janúar. Leikið verður þannig að sigurvegarinn í A-riðli, A-1 leikur gegn neðsta liðinu í B-riðli B-4 heima og heiman. A-2 leikur gegn B-3, B-1 gegn A-4 og B-2 gegn A-3. Til að komast áfram þurfa liðin að sigra í tveim leikjum. Fyrri leikurinn fer fram á heimavelli þeirra liða sem lenda í 1 eða 2 sæti riðlanna og ef með þarf þá fer þriðji leikurinn einnig fram á heimavelli þeirra. Það er því afar mikilvægt fyrir Keflvíkinga að lenda í öðru af tveimur efstu sætunum. Það þýðir veikari mótherjar í 8 liða úrslitum sem og heimavallarrétt, en Keflvíkingar hafa sannarlega sýnt fram á mikilvægi hans í Evrópukeppninni hingað til. Næstu leikir Keflvíkinga í keppninni eru 16. og 18. desember þegar liðið leikur gegn portúgölsku liðunum Overanse og Madeira. Sigri Keflvíkingar í báðum leikjunum lenda þeir í efsta sæti og mæta liðnu í 4 sæti í A-riðlinum. Sigri Keflvíkingar Overanse þá lenda þeir í efsta sæti og mega tapa fyrir Madeira. Tapi Keflavík fyrir Overanse en sigri Madeira lendir liðið í 2 sæti riðilsins. Tapi liðið báðum útileikjunum lenda þeir í 2 sæti ef Overanse vinnur Toulon en í 3. sæti ef Toulon vinnur Overanse því Toulon er með hagstæðara stigaskor úr innbyrðisleikjum liðanna. Draumurinn Nái Keflvíkingar hagstæðu sæti í riðlinum og vinni svo mótherja sína í 8 liða úrslitum þá tryggir liðið sér sæti í úrslitum vesturdeildarinnar - "final - four". Þar er leikið á heimavelli einhvers liðsins sem kemst í úrslitin og er leikið með sama fyrirkomulagi og við leikum Hópbílabikarinn hér á landi. Þeir leikir fara fram 27. og 28. febrúar. Hvað svo? Sigurvegari vesturdeildarinnar mætir svo sigurvegurum norðurdeildarinnar, suðurdeildarinnar og miðdeildarinnar í úrslitum bikarkeppni Evrópu. Leikið verður með sama fyrirkomulagi og í úrslitum deildanna, þ.e. "final four". Þeir leikir fara fram 27. og 28. mars.
Glæsilegur sigur Keflvíkinga
12 nóv. 2003Keflvíkingar unnu glæsilegan sigur á franska liðinu Hyeres Toulon í gærkvöldi með 82 stigum gegn 78 (44-46). Nánari lýsingu á leiknum má finna á [v+]http://www.keflavik.is/karfan/forsida/[v-]heimasíðu Keflvíkinga[slod-] og tölfræðina má sjá á heimasíðu [v+]http://www.fibaeurope.com/Default.asp?roundID=3681&cid={A440F8BD-44CB-4159-9FC6-547E93455FE2}&compID={0D93D753-CAD5-4604-A251-1402A6361BF3}&[v-]FIBA - Europe[slod-]. Framhaldið Keflvíkingar eru öruggir með sæti í átta liða úrslitakeppni vesturdeildarinnar en þar verður leikið 20. og 23. janúar og ef með þarf 28. janúar. Leikið verður þannig að sigurvegarinn í A-riðli, A-1 leikur gegn neðsta liðinu í B-riðli B-4 heima og heiman. A-2 leikur gegn B-3, B-1 gegn A-4 og B-2 gegn A-3. Til að komast áfram þurfa liðin að sigra í tveim leikjum. Fyrri leikurinn fer fram á heimavelli þeirra liða sem lenda í 1 eða 2 sæti riðlanna og ef með þarf þá fer þriðji leikurinn einnig fram á heimavelli þeirra. Það er því afar mikilvægt fyrir Keflvíkinga að lenda í öðru af tveimur efstu sætunum. Það þýðir veikari mótherjar í 8 liða úrslitum sem og heimavallarrétt, en Keflvíkingar hafa sannarlega sýnt fram á mikilvægi hans í Evrópukeppninni hingað til. Næstu leikir Keflvíkinga í keppninni eru 16. og 18. desember þegar liðið leikur gegn portúgölsku liðunum Overanse og Madeira. Sigri Keflvíkingar í báðum leikjunum lenda þeir í efsta sæti og mæta liðnu í 4 sæti í A-riðlinum. Sigri Keflvíkingar Overanse þá lenda þeir í efsta sæti og mega tapa fyrir Madeira. Tapi Keflavík fyrir Overanse en sigri Madeira lendir liðið í 2 sæti riðilsins. Tapi liðið báðum útileikjunum lenda þeir í 2 sæti ef Overanse vinnur Toulon en í 3. sæti ef Toulon vinnur Overanse því Toulon er með hagstæðara stigaskor úr innbyrðisleikjum liðanna. Draumurinn Nái Keflvíkingar hagstæðu sæti í riðlinum og vinni svo mótherja sína í 8 liða úrslitum þá tryggir liðið sér sæti í úrslitum vesturdeildarinnar - "final - four". Þar er leikið á heimavelli einhvers liðsins sem kemst í úrslitin og er leikið með sama fyrirkomulagi og við leikum Hópbílabikarinn hér á landi. Þeir leikir fara fram 27. og 28. febrúar. Hvað svo? Sigurvegari vesturdeildarinnar mætir svo sigurvegurum norðurdeildarinnar, suðurdeildarinnar og miðdeildarinnar í úrslitum bikarkeppni Evrópu. Leikið verður með sama fyrirkomulagi og í úrslitum deildanna, þ.e. "final four". Þeir leikir fara fram 27. og 28. mars.