10 nóv. 2003Miðstjórn FIBA hefur samþykkt tillögu þess efnis að frá og með 1. október 2004 skuli meistaraflokkur kvenna leika með bolta nr. 6 eða svokölluðum kvennabolta. Á Íslandi, sem og í fleiri Evrópulöndum og í USA, hafa konur leikið með bolta nr. 6. FIBA hefur hinsvegar ítrekað hafnað tillögum um að taka upp kvennaboltann á heimsvísu. Rökin hafa í meginatriðum verið þau að það sé erfitt að fara fram á það við fátækari hluta heimsins að keyptar séu tvær gerðir að boltum. Þetta gerði það að verkum að kvennalandsliðin léku með karlabolta nr. 7 í öllum alþjóðlegum mótum en kvennaboltinn var notaður í deildarkeppninni innanlands. Olli það stundum óþægindum að skipta úr kvennaboltanum yfir í karlaboltann fyrir alþjóðleg verkefni.