7 nóv. 2003Njarðvík, Grindavík og Tindastóll tryggðu sér í gærkvöld sæti í undanúrslitum Hópbílabikars karla. Keflavík gæti orðið fjórða liðið í hóp hinna "fjögurra fræknu", en liðið hefur betur gegn Hamri á sunnudaginn. Keflavík sigraði í fyrri leik liðanna með 30 stiga mun. Undanúrslitin fara fram föstudaginn 21. nóvember í Laugardalshöll. Þá mætast Grindavík og Njarðvík annars vegar og Tindastóll og Keflavík / Hamar hins vegar. Úrslitaleikurinn verður síðan laugardaginn 22. nóvember í Laugardalshöll. Í hópbílabikar kvenna tryggðu KR, ÍS og Grindavík sér sæti í undanúrslitum. Keflavík sem einnig er í undanúrslitunum mun mæta ÍS og KR mætir Grindavík. Leikirnir fara fram 29. nóvember og úrslitaleikurinn verður 20. desember í Smáranum
Njarðvík, Grindavík og Tindastóll í undanúrslit
7 nóv. 2003Njarðvík, Grindavík og Tindastóll tryggðu sér í gærkvöld sæti í undanúrslitum Hópbílabikars karla. Keflavík gæti orðið fjórða liðið í hóp hinna "fjögurra fræknu", en liðið hefur betur gegn Hamri á sunnudaginn. Keflavík sigraði í fyrri leik liðanna með 30 stiga mun. Undanúrslitin fara fram föstudaginn 21. nóvember í Laugardalshöll. Þá mætast Grindavík og Njarðvík annars vegar og Tindastóll og Keflavík / Hamar hins vegar. Úrslitaleikurinn verður síðan laugardaginn 22. nóvember í Laugardalshöll. Í hópbílabikar kvenna tryggðu KR, ÍS og Grindavík sér sæti í undanúrslitum. Keflavík sem einnig er í undanúrslitunum mun mæta ÍS og KR mætir Grindavík. Leikirnir fara fram 29. nóvember og úrslitaleikurinn verður 20. desember í Smáranum