20 okt. 2003Leik KFÍ og Tindastóls í Intersportdeildinni var frestað í gærkvöldi þar sem ekki tókst að lenda flugvélinni með dómarana innanborðs á Ísafirði vegna þoku. Voru Tindastólsmenn mættir til Ísafjarðar tilbúnir í leikinn. Leikurinn hefur verið settur á í kvöld kl. 19.15 og eru dómarar lagðir af stað í flugi vestur. Leikirnir í Intersportdeildinni í gærkvöld voru allir æsispennandi og réðust úrslit allra leikjanna ekki fyrr en á lokamínútunum. Hægt er að skoða úrslitin og tölfræði leikjanna [v+]http://www.isisport.is/isi/urslit/kki/2004/00001800.htm[v-]hér[slod-].
KFÍ - Tindastóll í kvöld
20 okt. 2003Leik KFÍ og Tindastóls í Intersportdeildinni var frestað í gærkvöldi þar sem ekki tókst að lenda flugvélinni með dómarana innanborðs á Ísafirði vegna þoku. Voru Tindastólsmenn mættir til Ísafjarðar tilbúnir í leikinn. Leikurinn hefur verið settur á í kvöld kl. 19.15 og eru dómarar lagðir af stað í flugi vestur. Leikirnir í Intersportdeildinni í gærkvöld voru allir æsispennandi og réðust úrslit allra leikjanna ekki fyrr en á lokamínútunum. Hægt er að skoða úrslitin og tölfræði leikjanna [v+]http://www.isisport.is/isi/urslit/kki/2004/00001800.htm[v-]hér[slod-].