15 okt. 2003Jón Arnór Stefánsson lék í 16 mínútur með Dallas Mavericks í nótt þegar lið hans beið lægri hlut fyrir LA Clippers, 128:107, í æfingaleik NBA-liðanna sem fram fór í Staples Center í Los Angeles. Hann skoraði 6 stig í leiknum, átti 5 stoðsendingar og tók eitt varnarfrákast. Þeir Antawn Jamison og Jiri Welsch skoruðu mest fyrir Dallas, 19 stig hvor, en þrettán leikmenn léku með liðinu í leiknum. Elton Brand skoraði mest fyrir heimamenn, 20 stig. Frétt af [v+]http://www.mbl.is/sport/[v-]mbl.is[slod-].
Jón Arnór skoraði sex stig gegn Clippers
15 okt. 2003Jón Arnór Stefánsson lék í 16 mínútur með Dallas Mavericks í nótt þegar lið hans beið lægri hlut fyrir LA Clippers, 128:107, í æfingaleik NBA-liðanna sem fram fór í Staples Center í Los Angeles. Hann skoraði 6 stig í leiknum, átti 5 stoðsendingar og tók eitt varnarfrákast. Þeir Antawn Jamison og Jiri Welsch skoruðu mest fyrir Dallas, 19 stig hvor, en þrettán leikmenn léku með liðinu í leiknum. Elton Brand skoraði mest fyrir heimamenn, 20 stig. Frétt af [v+]http://www.mbl.is/sport/[v-]mbl.is[slod-].