9 okt. 2003Keppni í INTERSPORT-deildinni hefst í kvöld með fjórum leikjum. Fyrstu umferðinni líkur síðan á morgun þegar tveir leikir fara fram. Segja má að nýrri deild verði hleypt af stokkunum í kvöld, því umtalsverðar breytingar hafa verið gerðar á deildinni. Opnunarleikur deildarinnar verður í Þorlákshöfn þar sem Þór Þ. tekur á móti ÍR í sínum fyrsta leik í efstu deild karla. Þá taka nýliðar KFÍ á móti Haukum, en Haukar fóru akandi til Ísafjarðar í morgun. Þá mætast KR og Breiðablik í Vesturbænum og Snæfell sækir Tindastól heim á Sauðárkrók. Annað kvöld leika Grindavík og Njarðvík í Grindavík og Íslandsmeistarar Keflavíkur taka á móti Hamri. Helsta breytingin er að tekið hefur verið upp launaþak. Hvert félag má ekki greiða hærri fjárhæð til leikmanna sinna en kr. 500.000,- Ef leikmenn eru jafnframt þjálfarar er möguleiki á að hækka launaþakið. Ekki eru lengur takmarkanir á þjóðerni þeirra leikmanna sem leika á Íslandi í INTERSPORT-deildinni. Áður var heimilt að hafa eins marga evrópska leikmenn í hverju liði og mönnum sýndist, en aðeins einn leikmann utan Evrópu. Nýju reglurnar gera ekki ráð fyrir öðrum takmörkunum en þeim sem felast í launaþakinu. Þetta gerir það að verkum að bandarískum leikmönnum fjölgar í deildinni á kostnað evrópskra. Keppnistímabilið 2002 – 2003 voru 12 bandarískir leikmenn í INTERSPORT-deildinni og 12 evrópskir. Á keppnistímabilinu framundan er 21 bandarískur leikmaður skráður hjá félögunum í INTERSPORT-deildinni og 3 evrópskir. Stöðugildum erlendra leikmanna hefur því ekki fjölgað, heldur hefur þjóðerni þeirra breyst. Auknar kröfur til félaga varðandi umgjörð leiks er önnur nýung. Félög skulu hafa virka heimasíðu. Leikskrá skal gefin út fyrir hvern leik. Kynnir skal vera á leikjunum og félög skulu koma sér upp lukkudýri. Tölfræði og úrslit leikja eiga að vera komin inn á gagnagrunn KKÍ innan tveggja klst. frá því að leik lýkur. Þá hefur leikreglum verið breytt af FIBA, en þær breytingar voru kynntar hér á vefnum 26. september. Þá frétt er að finna í fréttasafni sem er hér til vinstri á vefnum.
Ný og breytt deild hefst í kvöld
9 okt. 2003Keppni í INTERSPORT-deildinni hefst í kvöld með fjórum leikjum. Fyrstu umferðinni líkur síðan á morgun þegar tveir leikir fara fram. Segja má að nýrri deild verði hleypt af stokkunum í kvöld, því umtalsverðar breytingar hafa verið gerðar á deildinni. Opnunarleikur deildarinnar verður í Þorlákshöfn þar sem Þór Þ. tekur á móti ÍR í sínum fyrsta leik í efstu deild karla. Þá taka nýliðar KFÍ á móti Haukum, en Haukar fóru akandi til Ísafjarðar í morgun. Þá mætast KR og Breiðablik í Vesturbænum og Snæfell sækir Tindastól heim á Sauðárkrók. Annað kvöld leika Grindavík og Njarðvík í Grindavík og Íslandsmeistarar Keflavíkur taka á móti Hamri. Helsta breytingin er að tekið hefur verið upp launaþak. Hvert félag má ekki greiða hærri fjárhæð til leikmanna sinna en kr. 500.000,- Ef leikmenn eru jafnframt þjálfarar er möguleiki á að hækka launaþakið. Ekki eru lengur takmarkanir á þjóðerni þeirra leikmanna sem leika á Íslandi í INTERSPORT-deildinni. Áður var heimilt að hafa eins marga evrópska leikmenn í hverju liði og mönnum sýndist, en aðeins einn leikmann utan Evrópu. Nýju reglurnar gera ekki ráð fyrir öðrum takmörkunum en þeim sem felast í launaþakinu. Þetta gerir það að verkum að bandarískum leikmönnum fjölgar í deildinni á kostnað evrópskra. Keppnistímabilið 2002 – 2003 voru 12 bandarískir leikmenn í INTERSPORT-deildinni og 12 evrópskir. Á keppnistímabilinu framundan er 21 bandarískur leikmaður skráður hjá félögunum í INTERSPORT-deildinni og 3 evrópskir. Stöðugildum erlendra leikmanna hefur því ekki fjölgað, heldur hefur þjóðerni þeirra breyst. Auknar kröfur til félaga varðandi umgjörð leiks er önnur nýung. Félög skulu hafa virka heimasíðu. Leikskrá skal gefin út fyrir hvern leik. Kynnir skal vera á leikjunum og félög skulu koma sér upp lukkudýri. Tölfræði og úrslit leikja eiga að vera komin inn á gagnagrunn KKÍ innan tveggja klst. frá því að leik lýkur. Þá hefur leikreglum verið breytt af FIBA, en þær breytingar voru kynntar hér á vefnum 26. september. Þá frétt er að finna í fréttasafni sem er hér til vinstri á vefnum.