3 okt. 2003Á sunnudaginn kemur, 5. október, fer meistarakeppni KKÍ fram í níunda sinn . Að þessu sinni verður leikið í Keflavík, heimavelli Íslandsmeistara karla og kvenna. Í kvennaflokki mætast Íslandsmeistarar Keflavíkur og bikarmeistarar ÍS. Leikurinn hefst kl. 17:00. Lið Keflavíkur er talið eitt sterkasta, ef ekki sterkasta lið landsins eins og á síðustu leiktíð. Lið ÍS hefur styrkt sig verulega frá því í fyrra og varð til að mynda Reykjavíkurmeistari í síðasta mánuði. Fastlega má því búast við hörkuleik milli þessara liða eins og í bikarúrslitaleiknum í febrúar sl. þegar ÍS vann upp forskot Keflavíkinga og knúði fram framlengingu og loks sigur. Leikinn dæma þeir Björgvin Rúnarsson og Eggert Þór Aðalsteinsson. Karlaleikurinn er viðureign Íslands og bikarmeistara Keflavíkur og silfurliðs Snæfells í bikarkeppninni. Leikurinn hefst kl. 19:15. Keflavíkingar leika til úrslita í Reykjanesmótinu gegn Haukum í kvöld og eru með sterkt lið eins og undanfarin ár. Þeir búa sig nú af kappi undir þátttöku í Evrópukeppni félagsliða og hafa fengið tvo nýja Bandaríkjamenn til liðs við sig. Sömuleiðis má segja að lið Snæfells sé öflugt, en liðið hefur styrkt sig talsvert frá því á síðustu leiktíð. Þessi lið mættust einmitt í bikarúrslitaleiknum í febrúar, en hafa tekið talsverðum breytingum síðan þá. Leikinn dæma þeir Sigmundur Már Herbertsson og Rögnvaldur Hreiðarsson. Frá upphafi keppninnar hefur KKÍ styrk ýmis málefni og leikirnir hafa því verið ágóðaleikir. Að þessi sinni eru það „Einstök börn,“ sem er félag til stuðnings börnum með sjaldgæfa og alvarlega sjúkdóma, sem fá allan ágóða af leikjunum.
Meistarakeppni KKÍ á sunnudaginn
3 okt. 2003Á sunnudaginn kemur, 5. október, fer meistarakeppni KKÍ fram í níunda sinn . Að þessu sinni verður leikið í Keflavík, heimavelli Íslandsmeistara karla og kvenna. Í kvennaflokki mætast Íslandsmeistarar Keflavíkur og bikarmeistarar ÍS. Leikurinn hefst kl. 17:00. Lið Keflavíkur er talið eitt sterkasta, ef ekki sterkasta lið landsins eins og á síðustu leiktíð. Lið ÍS hefur styrkt sig verulega frá því í fyrra og varð til að mynda Reykjavíkurmeistari í síðasta mánuði. Fastlega má því búast við hörkuleik milli þessara liða eins og í bikarúrslitaleiknum í febrúar sl. þegar ÍS vann upp forskot Keflavíkinga og knúði fram framlengingu og loks sigur. Leikinn dæma þeir Björgvin Rúnarsson og Eggert Þór Aðalsteinsson. Karlaleikurinn er viðureign Íslands og bikarmeistara Keflavíkur og silfurliðs Snæfells í bikarkeppninni. Leikurinn hefst kl. 19:15. Keflavíkingar leika til úrslita í Reykjanesmótinu gegn Haukum í kvöld og eru með sterkt lið eins og undanfarin ár. Þeir búa sig nú af kappi undir þátttöku í Evrópukeppni félagsliða og hafa fengið tvo nýja Bandaríkjamenn til liðs við sig. Sömuleiðis má segja að lið Snæfells sé öflugt, en liðið hefur styrkt sig talsvert frá því á síðustu leiktíð. Þessi lið mættust einmitt í bikarúrslitaleiknum í febrúar, en hafa tekið talsverðum breytingum síðan þá. Leikinn dæma þeir Sigmundur Már Herbertsson og Rögnvaldur Hreiðarsson. Frá upphafi keppninnar hefur KKÍ styrk ýmis málefni og leikirnir hafa því verið ágóðaleikir. Að þessi sinni eru það „Einstök börn,“ sem er félag til stuðnings börnum með sjaldgæfa og alvarlega sjúkdóma, sem fá allan ágóða af leikjunum.