26 sep. 2003FIBA hefur ákveðið að gera nokkrar breytingar á leikreglunum í körfuknattleik. Þær eru helstar að nú verður dómarakast fellt niður nema í upphafi leiks, leikhlé sem þjálfarar fá að taka breytast og reglur um 24 sekúndna klukkuna breytast. Hægt er að sjá breytingarnar í leikreglum um körfuknattleik hér á síðunni og þar eru jafnframt raunhæf dæmi. Dómarakast verður nú eingöngu tekið í upphafi leiks, við upphaf 3 leikhluta og við upphaf framlenginga. Annars verður notuð svokölluð víxlregla þannig að þegar aðstæður sem hefðu leitt til dómarakasts koma upp, fá liðin knöttinn til skiptist. Svokölluð stefnuör verður á ritaraborðinu sem gefur til kynna hvaða lið á rétt á knöttinum hverju sinni. Þjálfarar geta tekið tvö leikhlé í fyrri hálfleik, óháð leikhlutanum og þrjú í þeim seinni. Þannig geta þjálfarar tekið öll þrjú leikhléin sín í síðari hálfleik t.d. á síðustu mínútu leiksins. Nú verður leikur ekki stöðvaður þegar 24 sekúndna klukkan rennur út og knötturinn er í loftinu eftir körfuskot eins og áður var. Fari knötturinn af hringnum og út á völl verður barátta um frákast og leikklukkan stöðvar ekki. Með því verður ekki um óþarfa tafir á leiknum, hann verður bæði hraðari og skemmtilegri fyrir vikið.
Nýjar leikreglur
26 sep. 2003FIBA hefur ákveðið að gera nokkrar breytingar á leikreglunum í körfuknattleik. Þær eru helstar að nú verður dómarakast fellt niður nema í upphafi leiks, leikhlé sem þjálfarar fá að taka breytast og reglur um 24 sekúndna klukkuna breytast. Hægt er að sjá breytingarnar í leikreglum um körfuknattleik hér á síðunni og þar eru jafnframt raunhæf dæmi. Dómarakast verður nú eingöngu tekið í upphafi leiks, við upphaf 3 leikhluta og við upphaf framlenginga. Annars verður notuð svokölluð víxlregla þannig að þegar aðstæður sem hefðu leitt til dómarakasts koma upp, fá liðin knöttinn til skiptist. Svokölluð stefnuör verður á ritaraborðinu sem gefur til kynna hvaða lið á rétt á knöttinum hverju sinni. Þjálfarar geta tekið tvö leikhlé í fyrri hálfleik, óháð leikhlutanum og þrjú í þeim seinni. Þannig geta þjálfarar tekið öll þrjú leikhléin sín í síðari hálfleik t.d. á síðustu mínútu leiksins. Nú verður leikur ekki stöðvaður þegar 24 sekúndna klukkan rennur út og knötturinn er í loftinu eftir körfuskot eins og áður var. Fari knötturinn af hringnum og út á völl verður barátta um frákast og leikklukkan stöðvar ekki. Með því verður ekki um óþarfa tafir á leiknum, hann verður bæði hraðari og skemmtilegri fyrir vikið.