24 sep. 2003ÍS varð í kvöld Reykjavíkurmeistari kvenna í körfubolta árið 2003 en það án þess að spila leik. Stúdínur fengu hjálp frá nýliðum 1. deildar kvenna ofan úr Breiðholti því sigur ÍR á KR, [v+]http://www.isisport.is/isi/urslit/kki/2004/00001820/18200501.htm[v-]61-57[slod-], í Seljaskólanum sá til þess að Reykjavíkurmeistaratitilinn er í höfn hjá ÍS-konum. ÍS hefur fjögurra stiga forustu á KR og ÍR þegar aðeins einn leikur á eftir að fara fram, leikur KR og ÍS í DHL-Höllinni á laugardaginn. Þetta var fyrsti sigurleikur nýliða ÍR á undirbúningstímabilinu en þær náðu mest 24 stiga forustu í leiknum í lok þriðja leikhluta. Úrslit leikja og stöðuna í Reykjavíkurmóti kvenna í ár má finna [v+]http://www.isisport.is/isi/urslit/kki/2004/00001820.htm [v-]hér[slod-] en alla tölfræði nýrra Reykjavíkurmeistara í mótinu má aftur á móti finna [v+]http://www.isisport.is/isi/urslit/kki/2004/00001820/IS______.htm [v-]hér[slod-].