19 sep. 2003Í dag var gefin út endanleg niðurröðun leikja í öllum deildum karla og kvenna, unglingaflokki karla og drengjaflokki. Einnig hafa verið gefnar út viðmiðandi dagsetningar leikja eða umferða í bikarkeppnunum tveimur, en lokaniðurröðun leikja í þeim verður síðan gefin út þegar ljóst er hvaða lið mætast. Alls er um að ræða tæpa 1.200 leiki, en fyrstu drög að niðurröðun voru gefin út maí. Síðan hefur forsvarsmönnum félaganna og forstöðumönnum íþróttamannvirkjanna verið gefinn kostur á að gera athugasemdir. Alls hafa verið send út 5 drög að niðurröðun leikja. Íslandsmótið hefst fimmtudaginn 2. október með leik Stjörnunnar og ÍS í 1. deild karla, en helgina þar á eftir verða fleiri leikir í 1. deild karla og leikið í einum af sex riðlum 2. deildar karla. Þá verður meistarakeppni KKÍ háð sunnudaginn 5. október í Keflavík. Fyrstu leikirnir í 1. deild kvenna verða miðvikudaginn 8. október og daginn eftir eða 9. október eru fyrstu þrír leikirnir í Intersport-deildinni. Daginn eftir eða föstudaginn 10. október lýkur fyrstu umferð Intersport-deildarinnar með þremur leikjum. Fyrsta umferð fjölliðamótanna verður 4.-5. október og hefur dagskrá þeirrar helgar þegar verið send út til félaganna. Helgina 10.-12. október verður Íslandsmótið komið á fulla ferð en alls eru 35 deildarleikir á dagskrá þá helgi frá föstudegi til sunnudags. Niðurröðun leikja er komin á KKÍ-vefinn, hér til hægri, undir úrslit og eins nafni viðkomandi deildar.
Endanleg niðurröðun leikja komin
19 sep. 2003Í dag var gefin út endanleg niðurröðun leikja í öllum deildum karla og kvenna, unglingaflokki karla og drengjaflokki. Einnig hafa verið gefnar út viðmiðandi dagsetningar leikja eða umferða í bikarkeppnunum tveimur, en lokaniðurröðun leikja í þeim verður síðan gefin út þegar ljóst er hvaða lið mætast. Alls er um að ræða tæpa 1.200 leiki, en fyrstu drög að niðurröðun voru gefin út maí. Síðan hefur forsvarsmönnum félaganna og forstöðumönnum íþróttamannvirkjanna verið gefinn kostur á að gera athugasemdir. Alls hafa verið send út 5 drög að niðurröðun leikja. Íslandsmótið hefst fimmtudaginn 2. október með leik Stjörnunnar og ÍS í 1. deild karla, en helgina þar á eftir verða fleiri leikir í 1. deild karla og leikið í einum af sex riðlum 2. deildar karla. Þá verður meistarakeppni KKÍ háð sunnudaginn 5. október í Keflavík. Fyrstu leikirnir í 1. deild kvenna verða miðvikudaginn 8. október og daginn eftir eða 9. október eru fyrstu þrír leikirnir í Intersport-deildinni. Daginn eftir eða föstudaginn 10. október lýkur fyrstu umferð Intersport-deildarinnar með þremur leikjum. Fyrsta umferð fjölliðamótanna verður 4.-5. október og hefur dagskrá þeirrar helgar þegar verið send út til félaganna. Helgina 10.-12. október verður Íslandsmótið komið á fulla ferð en alls eru 35 deildarleikir á dagskrá þá helgi frá föstudegi til sunnudags. Niðurröðun leikja er komin á KKÍ-vefinn, hér til hægri, undir úrslit og eins nafni viðkomandi deildar.