10 sep. 2003ÍSÍ mun standa fyrir 1a þjálfaranámskeiði nú um helgina. Leiðbeinendur verða Bjarni Gaukur, Fríða Rún næringafræðingur og Guðbjörg Norðfjörð. Andri Stefánsson, sviðsstjóri fræðslu og útbreiðslusviðs mun setja námskeiðið í gang á föstudeginum. Þeir sem ljúka 1a, 1b og 1c geta fengið réttindin metin til náms í fjölbraut eða menntaskóla og þ.a.l. er þetta frábær leið fyrir unga þjálfara að næla sér í auka 2 einingar! Nú er bara að mæta með jákvætt hugarfar! Þjálfari 1a - almennur hluti: Að loknu þessu stigi á þjálfarinn að geta skipulagt og stjórnað æfingatíma hjá börnum og unglingum á byrjendastigi. Til þess þarf hann að hafa grundvallarþekkingu á líkamlegum og andlegum þroska barna og unglinga. Hann þarf að þekkja starfsemi líkamans auk helstu aðferða við kennslu. Vinnulag: Fyrirlestrar, verkefnavinna og verkleg æfing. Umfang: 20 kennslustundir Tími: Föstudag 12. sept. kl. 18.00 - 22.00, laugardag 13. sept. kl. 09.00 - 16.00, sunnudag 14. sept. kl. 10.00 - 15.00 Staður: Íþróttamiðstöðin Laugardal Umsjón: ÍSÍ Skráning: ÍSÍ, sími: 514-4000 eða netfang: andri@isisport.is Skráningu þarf að vera lokið í síðasta lagi miðvikudaginn 10. sept. Verð: 12.000 kr.