8 sep. 2003Riðlakeppni Evrópumóts landsliða lauk í Svíþjóð í gær. Frakkar, Litháar, Spánverjar og Grikkir sigruðu í sínum riðlum og tryggðu sér sæti í 8-liða úrslitum. Gestgjafarnir Svíar, Bosníumenn, Lettar, og Úkrínumenn töpuðu öllum sínum leikjum í riðlakeppninni og eru úr leik. Í dag mætast liðin í 2. og 3. sæti riðlanna. Sigurvegararnir komast áfram og tapliðin þurfa að halda heim á leið. Leikir dagsins eru: Slóvenía - Ísrael, Þýskaland - Ítalía, Rússland - Króatía, Tyrkland - Serbía&Svartfjallaland. Svíar urðu fyrir áfalli strax í fyrsta leik keppninnar er þeir töpuðu með 47 stiga mun fyrir Spánverjum. Í kjölfarið fylgdu tapaleikir gegn Serbum (10 stig) og Rússum (21 stig). Þar með urðu vonir gestgjafanna og frænda okkar um árangur á heimavelli að engu. Fjórðungsúrslit fara fram á miðvikudag og fimmtudag og undanúrslit á föstudag og laugardag. Síðan verður leikið um sæti á sunnudag. Nánari upplýsingar um [v+]http://www.eurobasket2003.com [v-]Evropukeppnina[slod-] er hægt að finna a vef motsins.
EM 2003 - Svíar úr leik
8 sep. 2003Riðlakeppni Evrópumóts landsliða lauk í Svíþjóð í gær. Frakkar, Litháar, Spánverjar og Grikkir sigruðu í sínum riðlum og tryggðu sér sæti í 8-liða úrslitum. Gestgjafarnir Svíar, Bosníumenn, Lettar, og Úkrínumenn töpuðu öllum sínum leikjum í riðlakeppninni og eru úr leik. Í dag mætast liðin í 2. og 3. sæti riðlanna. Sigurvegararnir komast áfram og tapliðin þurfa að halda heim á leið. Leikir dagsins eru: Slóvenía - Ísrael, Þýskaland - Ítalía, Rússland - Króatía, Tyrkland - Serbía&Svartfjallaland. Svíar urðu fyrir áfalli strax í fyrsta leik keppninnar er þeir töpuðu með 47 stiga mun fyrir Spánverjum. Í kjölfarið fylgdu tapaleikir gegn Serbum (10 stig) og Rússum (21 stig). Þar með urðu vonir gestgjafanna og frænda okkar um árangur á heimavelli að engu. Fjórðungsúrslit fara fram á miðvikudag og fimmtudag og undanúrslit á föstudag og laugardag. Síðan verður leikið um sæti á sunnudag. Nánari upplýsingar um [v+]http://www.eurobasket2003.com [v-]Evropukeppnina[slod-] er hægt að finna a vef motsins.