5 ágú. 200316 ungir piltar eru nú staddir í Englandi til þess að taka þátt í Eurocamp körfuboltabúðunum í Barrow-in-Furness í Cumbria. Þessum búðum er stjórnað af Ungverjanum Laszlo Nemeth, sem Íslendingum er af góðu kunnur síðan hann þjálfaði bæði KR og íslenska landsliðið fyrir rúmum 10 árum. Með piltunum í ferðinni verður Pétur Guðmundsson, fyrrv. NBA leikmaður, og mun hann jafnframt þjálfa í búðunum. 15 piltanna eru á aldrinum 12-14 ára en einn er 20 ára. Afturelding á 5 fulltrúa í þessum hóp þrátt fyrir að vera ekki enn formlega búin að stofna körfuknattleiksdeild. Slíkur er áhuginn í Mosfellsbæ!! Öllum piltunum verður skipt í hópa eftir aldri og getu, en alls verða um 150 þátttakendur í búðunum 7 löndum, þannig að þetta verður mikið ævintýri fyrir drengina og mikil vinna! Æfingar og leikir standa yfir frá sunnudegi til föstudags og munu piltarnir koma heim aftur laugardaginn 9. ágúst. Þeir sem fara eru: Jens Gísli Heiðarsson og Sindri Már Kárason úr Fjölni, Arnór Hauksson úr ÍR Atli Rafn Hreinsson, Bjarki Hjörleifsson, Gylfi Þór Rögnvaldsson og Björgvin Rúnar Valentínusson úr Snæfelli Davíð Arnar Ragnarsson úr Tindastóli Jónas Aðalsteinn Aðalsteinsson og Bjarki Atlason úr Stjörnunni Bjarni Þór Kristjánsson, Daníel Ægir Kristjánsson, Sveinn Ingi Árnason, Jón Ingi Kristinsson og Óskar Axel Óskarsson úr Aftureldingu. Magnús Þór Gylfason úr KR.
16 piltar í æfingabúðir Laszlo Nemeth í Englandi
5 ágú. 200316 ungir piltar eru nú staddir í Englandi til þess að taka þátt í Eurocamp körfuboltabúðunum í Barrow-in-Furness í Cumbria. Þessum búðum er stjórnað af Ungverjanum Laszlo Nemeth, sem Íslendingum er af góðu kunnur síðan hann þjálfaði bæði KR og íslenska landsliðið fyrir rúmum 10 árum. Með piltunum í ferðinni verður Pétur Guðmundsson, fyrrv. NBA leikmaður, og mun hann jafnframt þjálfa í búðunum. 15 piltanna eru á aldrinum 12-14 ára en einn er 20 ára. Afturelding á 5 fulltrúa í þessum hóp þrátt fyrir að vera ekki enn formlega búin að stofna körfuknattleiksdeild. Slíkur er áhuginn í Mosfellsbæ!! Öllum piltunum verður skipt í hópa eftir aldri og getu, en alls verða um 150 þátttakendur í búðunum 7 löndum, þannig að þetta verður mikið ævintýri fyrir drengina og mikil vinna! Æfingar og leikir standa yfir frá sunnudegi til föstudags og munu piltarnir koma heim aftur laugardaginn 9. ágúst. Þeir sem fara eru: Jens Gísli Heiðarsson og Sindri Már Kárason úr Fjölni, Arnór Hauksson úr ÍR Atli Rafn Hreinsson, Bjarki Hjörleifsson, Gylfi Þór Rögnvaldsson og Björgvin Rúnar Valentínusson úr Snæfelli Davíð Arnar Ragnarsson úr Tindastóli Jónas Aðalsteinn Aðalsteinsson og Bjarki Atlason úr Stjörnunni Bjarni Þór Kristjánsson, Daníel Ægir Kristjánsson, Sveinn Ingi Árnason, Jón Ingi Kristinsson og Óskar Axel Óskarsson úr Aftureldingu. Magnús Þór Gylfason úr KR.