21 júl. 2003Hin árlegu And 1 körfuboltanámskeið fyrir stelpur og stráka á aldrinum 10 til 16 ára. Verða haldin í Íróttamiðstöðinni Dalhúsum Grafavogi. Námskeiðið byrjar mánudaginn 28.júlí og stendur yfir í fjóra daga, frá kl. 16 -19 á daginn. Námskeiðin verða undir stjórn Ágústs Björgvinsonar, unglingalandsliðsþjálfara og Péturs Guðmundssonar, eina Íslendingsins sem leikið hefur í bandarísku NBA-deildinni. Ágúst hefur mikla reynslu sem yngri flokka þjálfari og var einnig yngsti úrvalsdeildarþjálfarinn síðastliðinn vetur þegar hann tók við þjálfun mfl. Vals; hann er aðstoðarþjálfari unglingalandsliðs drengja, aðalþjálfari stúlknalandsliðsins og hefur unnið við fjölda æfingabúða í Bandaríkjunum. Pétur hefur m.a. verið með námskeið fyrir hávaxna stráka í íslenskum körfubolta. Á námskeiðunum verður lögð áhersla á undirstöðuatriði auk leikja og ýmissa keppna. Misstu ekki af And 1 körfuboltanámskeiðunum. Á undanförnum árum hafa yfir 500 leikmenn komið á námskeiðin. Vegleg And 1 verðlaun verða veitt þeim sem skara framúr. Gjald fyrir námskeið er kr. 5.500.- Skráning fer fram á staðnum á fyrsta degi.
And 1 körfuboltanámskeið í Grafarvoginum
21 júl. 2003Hin árlegu And 1 körfuboltanámskeið fyrir stelpur og stráka á aldrinum 10 til 16 ára. Verða haldin í Íróttamiðstöðinni Dalhúsum Grafavogi. Námskeiðið byrjar mánudaginn 28.júlí og stendur yfir í fjóra daga, frá kl. 16 -19 á daginn. Námskeiðin verða undir stjórn Ágústs Björgvinsonar, unglingalandsliðsþjálfara og Péturs Guðmundssonar, eina Íslendingsins sem leikið hefur í bandarísku NBA-deildinni. Ágúst hefur mikla reynslu sem yngri flokka þjálfari og var einnig yngsti úrvalsdeildarþjálfarinn síðastliðinn vetur þegar hann tók við þjálfun mfl. Vals; hann er aðstoðarþjálfari unglingalandsliðs drengja, aðalþjálfari stúlknalandsliðsins og hefur unnið við fjölda æfingabúða í Bandaríkjunum. Pétur hefur m.a. verið með námskeið fyrir hávaxna stráka í íslenskum körfubolta. Á námskeiðunum verður lögð áhersla á undirstöðuatriði auk leikja og ýmissa keppna. Misstu ekki af And 1 körfuboltanámskeiðunum. Á undanförnum árum hafa yfir 500 leikmenn komið á námskeiðin. Vegleg And 1 verðlaun verða veitt þeim sem skara framúr. Gjald fyrir námskeið er kr. 5.500.- Skráning fer fram á staðnum á fyrsta degi.