30 jún. 2003Jón Arnór Stefánsson hefur fengið boð frá Dallas Maveriks um að leika með liðinu í sumardeildinni sem fram fer í Boston í júlímánuði. Jón Arnór mun fara í læknisskoðun hjá læknum Dallas nú á eftir til að skoða meiðsli þau sem hafa hrjáð Jón. Friðrik Ragnarsson fylgdist með æfingu hjá Dallas í gær þar sem 17 leikmenn, þ.a. nokkrir sem leikið hafa í NBA deildinni, börðust um þrjú laus sæti í liði Dallas sem tekur þátt í sumardeildinni. "Þetta voru engir smákallar" sagði Friðrik, "við hefðum getað notað hvern þeirra sem var í Njarðvík!!" Jón þurfti ekki að taka þátt, heldur var honum boðið beint í liðið. Skv. heimildum þá var Jón inni í NBA nýliðavalinu hjá Dallas allt fram á síðustu stundu þegar skiptidílar komu inn og rugluðu myndina. Það er því ekki útséð með það hvort Jón kemur til með að leika í NBA-deildinni næsta vetur. KKI.is óskar Jóni til hamingju með áfangann.
Jón Arnór með Dallas
30 jún. 2003Jón Arnór Stefánsson hefur fengið boð frá Dallas Maveriks um að leika með liðinu í sumardeildinni sem fram fer í Boston í júlímánuði. Jón Arnór mun fara í læknisskoðun hjá læknum Dallas nú á eftir til að skoða meiðsli þau sem hafa hrjáð Jón. Friðrik Ragnarsson fylgdist með æfingu hjá Dallas í gær þar sem 17 leikmenn, þ.a. nokkrir sem leikið hafa í NBA deildinni, börðust um þrjú laus sæti í liði Dallas sem tekur þátt í sumardeildinni. "Þetta voru engir smákallar" sagði Friðrik, "við hefðum getað notað hvern þeirra sem var í Njarðvík!!" Jón þurfti ekki að taka þátt, heldur var honum boðið beint í liðið. Skv. heimildum þá var Jón inni í NBA nýliðavalinu hjá Dallas allt fram á síðustu stundu þegar skiptidílar komu inn og rugluðu myndina. Það er því ekki útséð með það hvort Jón kemur til með að leika í NBA-deildinni næsta vetur. KKI.is óskar Jóni til hamingju með áfangann.