3 jún. 2003Íslenska kvennalandsliðið tapaði fyrsta leik sínum á Smaþjóðaleikunum gegn Möltu með 59 stigum gegn 47. Staðan í hálfleik var 35 - 28 Íslandi í vil. Íslenska liðið lék ágætlega í fyrri hálfleik og hafði yfirhöndina. Í síðari hálfleik hrundi leikur liðsins. Í 3. leikhluta gerði liðið aðeins 4 stig og 8 í þeim fjórða. Skot leikmanna vildu einfaldlega ekki ofaní. Liðið var að fá opin skot en niður vildi boltinn einfaldlega ekki. 12 stiga tap gegn frekar slöku liði Möltu var því staðreynd. Liðið mætir Kýpur á fimmtudag kl. 09.00 en Kýpurbúar unnu Lúxemborg með 70 stigum gegn 63 nú í morgun. Er þá að duga eða drepast fyrir íslenska liðið. Stigin skiptust þannig að Erla Þorsteinsdóttir var með 15 stig, Kristín Blöndal 9, Birna Valgarðsdóttir og Rannveig Randversdóttir 5, Alda, Marín, og Sólveig með 3 stig, öll úr þriggja stiga tilaunum. Skotnýting liðsins var slök, aðeins 30%
Tap gegn Möltu
3 jún. 2003Íslenska kvennalandsliðið tapaði fyrsta leik sínum á Smaþjóðaleikunum gegn Möltu með 59 stigum gegn 47. Staðan í hálfleik var 35 - 28 Íslandi í vil. Íslenska liðið lék ágætlega í fyrri hálfleik og hafði yfirhöndina. Í síðari hálfleik hrundi leikur liðsins. Í 3. leikhluta gerði liðið aðeins 4 stig og 8 í þeim fjórða. Skot leikmanna vildu einfaldlega ekki ofaní. Liðið var að fá opin skot en niður vildi boltinn einfaldlega ekki. 12 stiga tap gegn frekar slöku liði Möltu var því staðreynd. Liðið mætir Kýpur á fimmtudag kl. 09.00 en Kýpurbúar unnu Lúxemborg með 70 stigum gegn 63 nú í morgun. Er þá að duga eða drepast fyrir íslenska liðið. Stigin skiptust þannig að Erla Þorsteinsdóttir var með 15 stig, Kristín Blöndal 9, Birna Valgarðsdóttir og Rannveig Randversdóttir 5, Alda, Marín, og Sólveig með 3 stig, öll úr þriggja stiga tilaunum. Skotnýting liðsins var slök, aðeins 30%