28 maí 2003Stærsti hópur sem nokkru sinni hefur farið til útlanda á vegum KKÍ, hélt utan í morgun þegar unglingalandsliðin héldu til Stokkhólms á Norðurlandamótið. Í hópnum er alls 59 manns, leikmenn, þjálfarar, dómarar og fararstjórar. Í hópnum eru 16 ára landslið karla og kvenna og 18 ára landslið karla og kvenna. Liðin munu taka þátt í Norðurlandamótinu sem hefst í Solna í Stokkhólmi á morgun. Alls munu landsliðin leika um 20 landsleiki samtals í ferðinni. Fararstjórar í ferðinni eru Hannes Jónsson varaformaður KKÍ og Gísli Georgsson stjórnarmaður. Fréttir af gengi liðanna verða reglulega hér á kki.is og á [v+]http://www.solnavikings.se/delmonte/[v-]síðu mótsins[slod-] er hægt að sjá leikjaniðurröðunina. Norðurlandamótið er hluti af stærra móti, Del Monte Challange, en með því að smella á linkinn "Landslag" kemur dagskrá Norðurlandamótsins í ljós.
60 manna hópur frá KKÍ utan í morgun
28 maí 2003Stærsti hópur sem nokkru sinni hefur farið til útlanda á vegum KKÍ, hélt utan í morgun þegar unglingalandsliðin héldu til Stokkhólms á Norðurlandamótið. Í hópnum er alls 59 manns, leikmenn, þjálfarar, dómarar og fararstjórar. Í hópnum eru 16 ára landslið karla og kvenna og 18 ára landslið karla og kvenna. Liðin munu taka þátt í Norðurlandamótinu sem hefst í Solna í Stokkhólmi á morgun. Alls munu landsliðin leika um 20 landsleiki samtals í ferðinni. Fararstjórar í ferðinni eru Hannes Jónsson varaformaður KKÍ og Gísli Georgsson stjórnarmaður. Fréttir af gengi liðanna verða reglulega hér á kki.is og á [v+]http://www.solnavikings.se/delmonte/[v-]síðu mótsins[slod-] er hægt að sjá leikjaniðurröðunina. Norðurlandamótið er hluti af stærra móti, Del Monte Challange, en með því að smella á linkinn "Landslag" kemur dagskrá Norðurlandamótsins í ljós.