26 maí 2003Icelandair og KKÍ munu halda körfboltanámskeið næstkomandi miðvikudag í íþróttahúsi Smárans í Kópavogi fyrir drengi og stúlkur fædd á árunum 1986 til 1993 (4.- 11. bekkur). Skráning fer fram á netinu og skal senda [p+]peturgud@kki.is[p-] tölvupóst[slod-] þar sem fram kemur nafn, aldur og félag. Námskeiðsgjald er kr. 2.000 og greiðist í Smáranum við upphaf námskeiðsins. Pétur Guðmundsson mun hafa yfirumsjón með námskeiðinu. Námskeiðið mun standa yfir frá kl. 16 til 19:30 og verða meðal leiðbeinenda tveir NBA leikmenn sem hingað eru komnir í boði Icelandair, þeir Lonny Baxter frá Chicago Bulls og Bobby Simmons frá Washington Wizards. Lonny Baxter er 24 ára gamall kraftframherji (2,04 m, 118 kg.) sem var að ljúka sínu fyrsta tímabili með Bulls. Bulls völdu Baxter í 2002 nýliðavalinu eftir frábæran feril hans hjá University of Maryland sem lauk með því að Maryland vann meistaratitilinn í bandaríska NCAA háskólaboltanum vorið 2002. Bobby Simmons er aðeins 22 ára en hefur spilað í tvö ár fyrir Washington Wizards. Hann var valinn í annarri umferð nýliðavalsins 2001 eftir aðeins 3ja ára feril hjá DePaul University. Simmons er 1,98 m hár og spilar stöðu skotbakvarðar og framherja og spilaði allt síðastliðið tímabil sem varamaður fyrir þá Michael Jordan og Jerry Stackhouse. Hér er því ekki um neina aukvisa að ræða heldur tvo af rúmlega 400 leikmönnum sem leika í NBA deildinni en þangað stefna allir þeir 400 milljón leikmenn sem æfa körfuknattleik í heiminum í dag. Þetta er alveg frábært tækifæri fyrir unga leikmenn til þess að sjá sanna NBA leikmenn leika listir sínar, spjalla við þá, fá hjá þeim góð ráð auk þess sem þeir munu árita myndir o.fl.
Körfuboltabúðir KKÍ og Icelandair
26 maí 2003Icelandair og KKÍ munu halda körfboltanámskeið næstkomandi miðvikudag í íþróttahúsi Smárans í Kópavogi fyrir drengi og stúlkur fædd á árunum 1986 til 1993 (4.- 11. bekkur). Skráning fer fram á netinu og skal senda [p+]peturgud@kki.is[p-] tölvupóst[slod-] þar sem fram kemur nafn, aldur og félag. Námskeiðsgjald er kr. 2.000 og greiðist í Smáranum við upphaf námskeiðsins. Pétur Guðmundsson mun hafa yfirumsjón með námskeiðinu. Námskeiðið mun standa yfir frá kl. 16 til 19:30 og verða meðal leiðbeinenda tveir NBA leikmenn sem hingað eru komnir í boði Icelandair, þeir Lonny Baxter frá Chicago Bulls og Bobby Simmons frá Washington Wizards. Lonny Baxter er 24 ára gamall kraftframherji (2,04 m, 118 kg.) sem var að ljúka sínu fyrsta tímabili með Bulls. Bulls völdu Baxter í 2002 nýliðavalinu eftir frábæran feril hans hjá University of Maryland sem lauk með því að Maryland vann meistaratitilinn í bandaríska NCAA háskólaboltanum vorið 2002. Bobby Simmons er aðeins 22 ára en hefur spilað í tvö ár fyrir Washington Wizards. Hann var valinn í annarri umferð nýliðavalsins 2001 eftir aðeins 3ja ára feril hjá DePaul University. Simmons er 1,98 m hár og spilar stöðu skotbakvarðar og framherja og spilaði allt síðastliðið tímabil sem varamaður fyrir þá Michael Jordan og Jerry Stackhouse. Hér er því ekki um neina aukvisa að ræða heldur tvo af rúmlega 400 leikmönnum sem leika í NBA deildinni en þangað stefna allir þeir 400 milljón leikmenn sem æfa körfuknattleik í heiminum í dag. Þetta er alveg frábært tækifæri fyrir unga leikmenn til þess að sjá sanna NBA leikmenn leika listir sínar, spjalla við þá, fá hjá þeim góð ráð auk þess sem þeir munu árita myndir o.fl.