19 maí 2003Jón Arnór Stefánsson landsliðsmaður í körfuknattleik er á meðal þeirra leikmanna sem gefa kost á sér í nýliðaval NBA-deildarinnar í ár. Valið fer fram í New York þann 26. júní nk. NBA-deildin hefur sent frá sér lista yfir þá leikmenn sem gefa kost á sér í ár, en alls eru á listanum 42 leikmenn háskóla og framhaldsskólaliða í Bandaríkjunum og 31 leikmaður sem leikur utan Bandaríkjanna. Jón Arnór, sem leikur með Trier í efstu deidl í Þýskalandi er meiddur á hné og verður ekki með íslenska landsliðinu í vináttuleikjunum gegn Norðmönnum um næstu helgi. Þá er ekki víst að hann geti leikið með landsliðinu á Smáþjóðaleikunum á Möltu í byrjun júní. Ekki er öruggt að allir þeir leikmenn sem á listanum eru nú, verði í nýliðavalinu þegar að því kemur. Leikmennirnir hafa til 19. júní tala að drega sig út af listanum. [v+]skjol/NBA ANNOUNCES EARLY ENTRY CANDIDATES FOR NBA DRAFT 2003.pdf[v-]Skoða listann[slod-].
Nýliðaval NBA - Jón Arnór gefur kost á sér
19 maí 2003Jón Arnór Stefánsson landsliðsmaður í körfuknattleik er á meðal þeirra leikmanna sem gefa kost á sér í nýliðaval NBA-deildarinnar í ár. Valið fer fram í New York þann 26. júní nk. NBA-deildin hefur sent frá sér lista yfir þá leikmenn sem gefa kost á sér í ár, en alls eru á listanum 42 leikmenn háskóla og framhaldsskólaliða í Bandaríkjunum og 31 leikmaður sem leikur utan Bandaríkjanna. Jón Arnór, sem leikur með Trier í efstu deidl í Þýskalandi er meiddur á hné og verður ekki með íslenska landsliðinu í vináttuleikjunum gegn Norðmönnum um næstu helgi. Þá er ekki víst að hann geti leikið með landsliðinu á Smáþjóðaleikunum á Möltu í byrjun júní. Ekki er öruggt að allir þeir leikmenn sem á listanum eru nú, verði í nýliðavalinu þegar að því kemur. Leikmennirnir hafa til 19. júní tala að drega sig út af listanum. [v+]skjol/NBA ANNOUNCES EARLY ENTRY CANDIDATES FOR NBA DRAFT 2003.pdf[v-]Skoða listann[slod-].