19 maí 2003Unglingalandslið kvenna, skipað leikmönnum 18 ára og yngri, var í æfingabúðum í Stykkishólmi um helgina. Liðið undirbýr sig nú af kappi fyrir Norðurlandamótið sem fram fer í Stokkhólmi í lok maí. Stelpurnar hafa verið mjög duglegar að æfa, en undirbúningur hefur staða yfir síðan í nóvember. Liðið hefur komið saman við öll möguleg tækifæri, svo sem um jól og páska og leikinn var einn leikur í viku á febrúar, mars og apríl. Æfingar hafa því verið langar og strangar og framfarnirnar eftir því. Liðið var í æfingabúðum Í Stykkishólmi um síðustu helgi og má segja að undirbúningnum hafi lokið með þeim búðum. Næstu dagar verða síðan notaðir til að fínstilla strengina. Liðið leikur æfingaleik gegn 16 ára liði kvenna á fimmtudaginn kemur á Ásvöllum Leikurinn hefst kl. 19:30. Þeim sem áhuga hafa er velkomið að fylgjast með leiknum.
18 ára lið kvenna í æfingabúðum í Stykkishólmi um helgina
19 maí 2003Unglingalandslið kvenna, skipað leikmönnum 18 ára og yngri, var í æfingabúðum í Stykkishólmi um helgina. Liðið undirbýr sig nú af kappi fyrir Norðurlandamótið sem fram fer í Stokkhólmi í lok maí. Stelpurnar hafa verið mjög duglegar að æfa, en undirbúningur hefur staða yfir síðan í nóvember. Liðið hefur komið saman við öll möguleg tækifæri, svo sem um jól og páska og leikinn var einn leikur í viku á febrúar, mars og apríl. Æfingar hafa því verið langar og strangar og framfarnirnar eftir því. Liðið var í æfingabúðum Í Stykkishólmi um síðustu helgi og má segja að undirbúningnum hafi lokið með þeim búðum. Næstu dagar verða síðan notaðir til að fínstilla strengina. Liðið leikur æfingaleik gegn 16 ára liði kvenna á fimmtudaginn kemur á Ásvöllum Leikurinn hefst kl. 19:30. Þeim sem áhuga hafa er velkomið að fylgjast með leiknum.