29 apr. 2003Körfuknattleikssamband Neðra Saxlands í Þýskalandi, gengst fyrir alþjóðlegu þjálfaranámskeiði í Braunscheig dagana 14.-15. júní í sumar. Heimsþekktir þjálfarar munu halda fyrirlestra á námskeiðinu sem ætlað er að ná bæði til yngri flokka þjálfara og þjálfara atvinnumannaliða Evrópu. Meðal þeirra þjálfara sem halda fyrirlestra á námskeiðinu má nefna Kevin Eastman þjálfara Washington State háskóla, Emir Mutapcic þjálfara Alba Berlin og Carsten Kerner framkvæmdastjóra Alba Berlin auk fleiri þjálfara þýskra Budesligu-liða. Einnig mun Algirdas Milonas yfirþjálfari Marciulionis körfuboltaskólans í Vilnius í Litháen halda fyrirlestur á námskeiðinu. Allar nánari upplýsingar um námskeiðið er að fá á skrifstofu KKÍ eða á [v+]http://www.nbv-coach.de/cc/english/english.htm[v-] síðu námskeiðsins[slod-].
Þjálfarnámskeið í Þýskalandi í júní
29 apr. 2003Körfuknattleikssamband Neðra Saxlands í Þýskalandi, gengst fyrir alþjóðlegu þjálfaranámskeiði í Braunscheig dagana 14.-15. júní í sumar. Heimsþekktir þjálfarar munu halda fyrirlestra á námskeiðinu sem ætlað er að ná bæði til yngri flokka þjálfara og þjálfara atvinnumannaliða Evrópu. Meðal þeirra þjálfara sem halda fyrirlestra á námskeiðinu má nefna Kevin Eastman þjálfara Washington State háskóla, Emir Mutapcic þjálfara Alba Berlin og Carsten Kerner framkvæmdastjóra Alba Berlin auk fleiri þjálfara þýskra Budesligu-liða. Einnig mun Algirdas Milonas yfirþjálfari Marciulionis körfuboltaskólans í Vilnius í Litháen halda fyrirlestur á námskeiðinu. Allar nánari upplýsingar um námskeiðið er að fá á skrifstofu KKÍ eða á [v+]http://www.nbv-coach.de/cc/english/english.htm[v-] síðu námskeiðsins[slod-].