13 apr. 2003Njarðvíkingar urðu tvöfaldir Íslandsmeistarar í Höllinni í dag á síðasta keppnisdegi tímabilsins. 9. flokkur og Unglingaflokkur félagsins unnu úrslitaleiki sína í dag, 9. flokkurinn vann Fjölni, [v+]http://www.isisport.is/isi/urslit/kki/2003/00001774/17740201.htm [v-]61-54[slod-], í sínum úrslitaleik og Unglingaflokkurinn varð meistari B-liða í 2.deild (gamli unglingaflokkurinn) með [v+]http://www.isisport.is/isi/urslit/kki/2003/00001770/17700301.htm [v-]70-67[slod-] sigri á KR. Að auki tryggðu Fjölnisstrákarnir sér óvæntan sigur í 11. flokki karla með sigri á ÍR, [v+]http://www.isisport.is/isi/urslit/kki/2003/00001772/17720201.htm [v-]75-66[slod-], og Haukastúlkur unnu öruggan sigur í úrslitum 10. flokks kvenna, unnu Keflavík, [v+]http://www.isisport.is/isi/urslit/kki/2003/00001776/17760201.htm [v-]73-37[slod-]. Það vakti nokkurra athygli að allir stigahæstu leikmenn úrslitaleikjanna í dag voru að spila upp fyrir sig. Hjörtur Hrafn Einarsson í 9. flokki Njarðvíkur (29 stig, 20 fráköst) varð einnig Íslandsmeistari með 8. flokki, Brynjar Þór Kristófersson í 11. flokki Fjölnis (29 stig, 8 stolnir) varð einnig Íslandsmeistari með 10. flokki, Helena Sverrisdóttir hjá 10. flokki kvenna hjá Haukum (24 stig, 17 fráköst, 15 stolnir, 9 stoðsendingar) er í 9. flokki og Jóhann Árni Ólafsson hjá unglingaflokki Njarðvíkur (23 stig, 8 fráköst) er í 11. flokki. Njarðvík varð fyrsti Íslandsmeistari dagsins með [v+]http://www.isisport.is/isi/urslit/kki/2003/00001774/17740201.htm [v-]61-54[slod-] sigri á Fjölni í úrslitaleik 9. flokks karla. Liðin mættust einnig í bikarúrslitaleiknum í mars og þá hafði Njarðvík líka betur, [v+]http://www.isisport.is/isi/urslit/kki/2003/00001684/16840401.htm [v-]58-51[slod-], en Fjölnisstrákarnir voru ríkjandi Íslandsmeistarar í þessum árgangi. Árangur Njarðvíkur er merkilegur fyrir margar sakir ekki síst þar sem nánast allt liðið er byggt upp af 8. flokks strákum sem urðu einnig Íslandsmeistarar í sínum eigin flokki á dögunum. 8. flokks-strákar skoruðu sem dæmi 54 af 61 stigi liðsins í úrslitaleiknum. Einn þeirra Hjörtur Hrafn Einarsson átti frábæran leik, skoraði 29 stig, tók 20 fráköst og hitti úr 7 af 11 skotum sínum. Fyrirliðinn Rúnar Ingi Erlingsson (líka fyrirliði 8. flokks) var einnig traustur með 10 stig, 5 stolna og 4 stoðsendingar en hjá Fjölni var Emil Þór Jóhannsson með 22 stig og 13 fráköst og Hörður Axel Vilhjálmsson gerði 21 stig. Fjölnir lék eftir afrek Njarðvíkur með því að vinna Íslandsmeistaratitilinn í 11. flokki karla en liðið skipa margir af strákunum í 10. flokki sem urðu einnig Íslandsmeistarar í sínum flokki um síðustu helgi. Fjölnir kom mjög á óvart með því að leggja sterkt ÍR-lið af velli í úrslitaleiknum, [v+]http://www.isisport.is/isi/urslit/kki/2003/00001772/17720201.htm [v-]75-66[slod-]. Brynjar Þór Kristófersson fór fyrir sínu liði, skoraði 29 stig, stal 8 boltum og tók 6 fráköst en Brynjar Þór skoraði 18 stig í úrslitaleik 10. flokks um síðustu helgi. Þeir Þorsteinn Sverrisson (19 stig, 7 fráköst), Árni Þór Jónsson (8 stig, 8 fráköst, 6 stoðsendingar) og Árni Ragnarsson (4 stig, 10 fráköst, 5 stoðsendingar) léku einnig stór hlutverk en allir eru þeir tvöfaldir meistarar í 10. og 11. flokki í ár líkt og Brynjar. Hjá ÍR var Pavel Ermolinskij með 18 stig og 13 fráköst og Sveinbjörn Claessen skoraði 15 stig, tók 12 fráköst og gaf 7 stoðsendingar. Helena Sverrisdóttir hjá Haukum sýndi A-landsliðsþjálfararnum Hirti Harðarsyni, þjálfara 10. flokks kvenna hjá Keflavík, að sitthvað er í stelpuna spunnið í úrslitaleik 10. flokks kvenna en Helena var með frábæra þrefalda tvennu (24 stig, 17 fráköst og 15 stolna bolta) í úrslitaleiknum gegn Keflavík og var að auki aðeins einni stoðsendingu frá fjórfaldri tvennu. Helena fékk einkunina 51 á leikvarpinu, sjá [v+]http://www.kki.is/leikvarp/tolfraedi.asp?Leikur=1500001776_2_1 [v-]hér[slod-], en það þykir frábært að komast yfir 30. Haukar unnu leikinn af öryggi, [v+]http://www.isisport.is/isi/urslit/kki/2003/00001776/17760201.htm [v-]73-37[slod-] og vörðu þar með titil sinn með tvöföldum hætti en Haukar unnu bæði 9. og 10. flokk kvenna í fyrra og hafa unnið fimm af sex elstu kvennaflokkunum síðustu tvö ár. Auk Helenu lék fyrirliðinn, Pálína Gunnlaugsdóttir, einnig vel en hún var með 21 stig og 62% skotnýtingu. Hjá Keflavík skoraði Anna María Ævarsdóttir mest eða 14 stig. Unglingaflokkur Njarðvíkur varði meistaratitlinn sinn hjá B-liðum í 2.deild (gamli unglingaflokkurinn) með [v+]http://www.isisport.is/isi/urslit/kki/2003/00001770/17700301.htm [v-]70-67[slod-] sigri á KR en Njarðvík varð meistari í fyrra með [v+]http://www.isisport.is/isi/urslit/kki/2002/00001562/15620301.htm [v-]70-66[slod-] sigri á Haukum. Jóhann Árni Ólafsson var með 23 stig og 8 fráköst (6 í sókn), Þorsteinn Húnfjörð var með tvennu (11 stig og 10 fráköst) og fyrirliðinn Ágúst Dearborn skoraði 11 stig, tók 8 fráköst og gaf 6 stoðsendingar. Hjá KR var Jón Brynjar Óskarsson með 20 stig, 11 fráköst og 4 varin skot og Jóel Ingi Sæmundsson skoraði 18 stig auk þess að taka 11 fráköst. Njarðvík hefur þar með unnið Íslandsmót tveggja elstu karlaflokkanna, unglingaflokks og drengjaflokks, tvö ár í röð. Að lokum vann Breiðablik keppni C-liða í 2. deild (gamli 1. flokkurinn) með [v+]http://www.isisport.is/isi/urslit/kki/2003/00001769/17690301.htm [v-]82-67[slod-] sigri á Ármanni/Þrótti í síðasta úrslitaleik vetrarins. Einar Hannesson skoraði 24 stig fyrir Blika og Ingvi Logason var með 15 stig en Sveinn Blöndal gerði 27 fyrir Ármann/Þrótt.
Njarðvíkingar unnu tvöfalt í Höllinni í dag
13 apr. 2003Njarðvíkingar urðu tvöfaldir Íslandsmeistarar í Höllinni í dag á síðasta keppnisdegi tímabilsins. 9. flokkur og Unglingaflokkur félagsins unnu úrslitaleiki sína í dag, 9. flokkurinn vann Fjölni, [v+]http://www.isisport.is/isi/urslit/kki/2003/00001774/17740201.htm [v-]61-54[slod-], í sínum úrslitaleik og Unglingaflokkurinn varð meistari B-liða í 2.deild (gamli unglingaflokkurinn) með [v+]http://www.isisport.is/isi/urslit/kki/2003/00001770/17700301.htm [v-]70-67[slod-] sigri á KR. Að auki tryggðu Fjölnisstrákarnir sér óvæntan sigur í 11. flokki karla með sigri á ÍR, [v+]http://www.isisport.is/isi/urslit/kki/2003/00001772/17720201.htm [v-]75-66[slod-], og Haukastúlkur unnu öruggan sigur í úrslitum 10. flokks kvenna, unnu Keflavík, [v+]http://www.isisport.is/isi/urslit/kki/2003/00001776/17760201.htm [v-]73-37[slod-]. Það vakti nokkurra athygli að allir stigahæstu leikmenn úrslitaleikjanna í dag voru að spila upp fyrir sig. Hjörtur Hrafn Einarsson í 9. flokki Njarðvíkur (29 stig, 20 fráköst) varð einnig Íslandsmeistari með 8. flokki, Brynjar Þór Kristófersson í 11. flokki Fjölnis (29 stig, 8 stolnir) varð einnig Íslandsmeistari með 10. flokki, Helena Sverrisdóttir hjá 10. flokki kvenna hjá Haukum (24 stig, 17 fráköst, 15 stolnir, 9 stoðsendingar) er í 9. flokki og Jóhann Árni Ólafsson hjá unglingaflokki Njarðvíkur (23 stig, 8 fráköst) er í 11. flokki. Njarðvík varð fyrsti Íslandsmeistari dagsins með [v+]http://www.isisport.is/isi/urslit/kki/2003/00001774/17740201.htm [v-]61-54[slod-] sigri á Fjölni í úrslitaleik 9. flokks karla. Liðin mættust einnig í bikarúrslitaleiknum í mars og þá hafði Njarðvík líka betur, [v+]http://www.isisport.is/isi/urslit/kki/2003/00001684/16840401.htm [v-]58-51[slod-], en Fjölnisstrákarnir voru ríkjandi Íslandsmeistarar í þessum árgangi. Árangur Njarðvíkur er merkilegur fyrir margar sakir ekki síst þar sem nánast allt liðið er byggt upp af 8. flokks strákum sem urðu einnig Íslandsmeistarar í sínum eigin flokki á dögunum. 8. flokks-strákar skoruðu sem dæmi 54 af 61 stigi liðsins í úrslitaleiknum. Einn þeirra Hjörtur Hrafn Einarsson átti frábæran leik, skoraði 29 stig, tók 20 fráköst og hitti úr 7 af 11 skotum sínum. Fyrirliðinn Rúnar Ingi Erlingsson (líka fyrirliði 8. flokks) var einnig traustur með 10 stig, 5 stolna og 4 stoðsendingar en hjá Fjölni var Emil Þór Jóhannsson með 22 stig og 13 fráköst og Hörður Axel Vilhjálmsson gerði 21 stig. Fjölnir lék eftir afrek Njarðvíkur með því að vinna Íslandsmeistaratitilinn í 11. flokki karla en liðið skipa margir af strákunum í 10. flokki sem urðu einnig Íslandsmeistarar í sínum flokki um síðustu helgi. Fjölnir kom mjög á óvart með því að leggja sterkt ÍR-lið af velli í úrslitaleiknum, [v+]http://www.isisport.is/isi/urslit/kki/2003/00001772/17720201.htm [v-]75-66[slod-]. Brynjar Þór Kristófersson fór fyrir sínu liði, skoraði 29 stig, stal 8 boltum og tók 6 fráköst en Brynjar Þór skoraði 18 stig í úrslitaleik 10. flokks um síðustu helgi. Þeir Þorsteinn Sverrisson (19 stig, 7 fráköst), Árni Þór Jónsson (8 stig, 8 fráköst, 6 stoðsendingar) og Árni Ragnarsson (4 stig, 10 fráköst, 5 stoðsendingar) léku einnig stór hlutverk en allir eru þeir tvöfaldir meistarar í 10. og 11. flokki í ár líkt og Brynjar. Hjá ÍR var Pavel Ermolinskij með 18 stig og 13 fráköst og Sveinbjörn Claessen skoraði 15 stig, tók 12 fráköst og gaf 7 stoðsendingar. Helena Sverrisdóttir hjá Haukum sýndi A-landsliðsþjálfararnum Hirti Harðarsyni, þjálfara 10. flokks kvenna hjá Keflavík, að sitthvað er í stelpuna spunnið í úrslitaleik 10. flokks kvenna en Helena var með frábæra þrefalda tvennu (24 stig, 17 fráköst og 15 stolna bolta) í úrslitaleiknum gegn Keflavík og var að auki aðeins einni stoðsendingu frá fjórfaldri tvennu. Helena fékk einkunina 51 á leikvarpinu, sjá [v+]http://www.kki.is/leikvarp/tolfraedi.asp?Leikur=1500001776_2_1 [v-]hér[slod-], en það þykir frábært að komast yfir 30. Haukar unnu leikinn af öryggi, [v+]http://www.isisport.is/isi/urslit/kki/2003/00001776/17760201.htm [v-]73-37[slod-] og vörðu þar með titil sinn með tvöföldum hætti en Haukar unnu bæði 9. og 10. flokk kvenna í fyrra og hafa unnið fimm af sex elstu kvennaflokkunum síðustu tvö ár. Auk Helenu lék fyrirliðinn, Pálína Gunnlaugsdóttir, einnig vel en hún var með 21 stig og 62% skotnýtingu. Hjá Keflavík skoraði Anna María Ævarsdóttir mest eða 14 stig. Unglingaflokkur Njarðvíkur varði meistaratitlinn sinn hjá B-liðum í 2.deild (gamli unglingaflokkurinn) með [v+]http://www.isisport.is/isi/urslit/kki/2003/00001770/17700301.htm [v-]70-67[slod-] sigri á KR en Njarðvík varð meistari í fyrra með [v+]http://www.isisport.is/isi/urslit/kki/2002/00001562/15620301.htm [v-]70-66[slod-] sigri á Haukum. Jóhann Árni Ólafsson var með 23 stig og 8 fráköst (6 í sókn), Þorsteinn Húnfjörð var með tvennu (11 stig og 10 fráköst) og fyrirliðinn Ágúst Dearborn skoraði 11 stig, tók 8 fráköst og gaf 6 stoðsendingar. Hjá KR var Jón Brynjar Óskarsson með 20 stig, 11 fráköst og 4 varin skot og Jóel Ingi Sæmundsson skoraði 18 stig auk þess að taka 11 fráköst. Njarðvík hefur þar með unnið Íslandsmót tveggja elstu karlaflokkanna, unglingaflokks og drengjaflokks, tvö ár í röð. Að lokum vann Breiðablik keppni C-liða í 2. deild (gamli 1. flokkurinn) með [v+]http://www.isisport.is/isi/urslit/kki/2003/00001769/17690301.htm [v-]82-67[slod-] sigri á Ármanni/Þrótti í síðasta úrslitaleik vetrarins. Einar Hannesson skoraði 24 stig fyrir Blika og Ingvi Logason var með 15 stig en Sveinn Blöndal gerði 27 fyrir Ármann/Þrótt.