11 apr. 2003Sigurður Ingimundarson, þjálfari Keflavíkur í Intersportdeildinni kom í gær að tíunda Íslandsmeistaratitlinum á ferlinum en þetta var sjöunda liðið sem þessi sigursæli þjálfari gerir að Íslandsmeisturum. Sigurður vann þrjá Íslandsmeistaratitla sem leikmaður með Keflavík (1989, 1992 og 1993), hann gerði kvennaliðið fjórum sinnum að Íslandsmeisturum (1992, 1993, 1994 og 1996) og í gær varð karlalið Keflavíkur Íslandsmeistari í þriðja sinn undir hans stjórn. Sigurður hefur í raun komið að tveimur Íslandsmeistaratitlum til viðbótar, hann stjórnaði kvennliðinu til sigurs í oddaleiknum 2000 og svo aftur í fyrsta leiknum í úrslitakeppninni í ár. Alls hefur Sigurður stjórnað karla- og kvennaliðum Keflavíkur til sigurs á 25 mótum á vegum KKÍ á þjálfaraferli sínum frá árinu 1992 en þetta er 12. tímabilið í röð sem Sigurður þjálfar meistaraflokk í Keflavík. 25 titlar þjálfarans Sigurður Ingimundarsonar: 7 Íslandsmeistaratitlar (Konur: 1992, 1993, 1994, 1996 - Karlar: 1997, 1999, 2003) 6 Bikarmeistaratitlar (Konur: 1993, 1994, 1995, 1996 - Karlar: 1997, 2003) 7 Deildarmeistaratitlar (Konur: 1993, 1994, 1995, 1996 - Karlar: 1997, 1999, 2002) 4 Fyrirtækjabikarmeistaratitlar (Karlar: 1997, 1998, 1999, 2003) 1 Meistara meistaranna (Karlar: 1998) Það er gaman að skoða það að síðan Keflavíkurliðið vann titilinn 1999 hefur Keflavíkuliðið bætt sig á hverju ári og kórónuðu það síðan með Íslandsmeistaratitlinum í gær. Sigurður hefur haft traust stjórnarinnar allan þennan tíma en hann stjórnar nú liðinu sjöunda tímabilið í röð. Gengi karlaliðs Keflavíkur frá 1999 1998-1999 Íslandsmeistarar 1999-2000 Duttu út í átta liða úrslitum (1-2 fyrir Grindavík) 2000-2001 Duttu út í undanúrslitum (2-3 fyrir Tindastól) 2001-2002 Töpuðu í lokaúrslitum (0-3 fyrir Njarðvík) 2002-2003 Íslandsmeistarar
Sigurður sigursæll - kom að 10. Íslandsmeistaratitlinum í gær
11 apr. 2003Sigurður Ingimundarson, þjálfari Keflavíkur í Intersportdeildinni kom í gær að tíunda Íslandsmeistaratitlinum á ferlinum en þetta var sjöunda liðið sem þessi sigursæli þjálfari gerir að Íslandsmeisturum. Sigurður vann þrjá Íslandsmeistaratitla sem leikmaður með Keflavík (1989, 1992 og 1993), hann gerði kvennaliðið fjórum sinnum að Íslandsmeisturum (1992, 1993, 1994 og 1996) og í gær varð karlalið Keflavíkur Íslandsmeistari í þriðja sinn undir hans stjórn. Sigurður hefur í raun komið að tveimur Íslandsmeistaratitlum til viðbótar, hann stjórnaði kvennliðinu til sigurs í oddaleiknum 2000 og svo aftur í fyrsta leiknum í úrslitakeppninni í ár. Alls hefur Sigurður stjórnað karla- og kvennaliðum Keflavíkur til sigurs á 25 mótum á vegum KKÍ á þjálfaraferli sínum frá árinu 1992 en þetta er 12. tímabilið í röð sem Sigurður þjálfar meistaraflokk í Keflavík. 25 titlar þjálfarans Sigurður Ingimundarsonar: 7 Íslandsmeistaratitlar (Konur: 1992, 1993, 1994, 1996 - Karlar: 1997, 1999, 2003) 6 Bikarmeistaratitlar (Konur: 1993, 1994, 1995, 1996 - Karlar: 1997, 2003) 7 Deildarmeistaratitlar (Konur: 1993, 1994, 1995, 1996 - Karlar: 1997, 1999, 2002) 4 Fyrirtækjabikarmeistaratitlar (Karlar: 1997, 1998, 1999, 2003) 1 Meistara meistaranna (Karlar: 1998) Það er gaman að skoða það að síðan Keflavíkurliðið vann titilinn 1999 hefur Keflavíkuliðið bætt sig á hverju ári og kórónuðu það síðan með Íslandsmeistaratitlinum í gær. Sigurður hefur haft traust stjórnarinnar allan þennan tíma en hann stjórnar nú liðinu sjöunda tímabilið í röð. Gengi karlaliðs Keflavíkur frá 1999 1998-1999 Íslandsmeistarar 1999-2000 Duttu út í átta liða úrslitum (1-2 fyrir Grindavík) 2000-2001 Duttu út í undanúrslitum (2-3 fyrir Tindastól) 2001-2002 Töpuðu í lokaúrslitum (0-3 fyrir Njarðvík) 2002-2003 Íslandsmeistarar