7 apr. 2003Ólafur Rafnsson formaður KKÍ er fertugur í dag. Ólafur hefur setið í stjórn KKÍ óslitið frá árinu 1991 og sem formaður frá 1996. Hann hefur því leitt 7 stjórnir sambandsins. Aðeins Bogi Þorsteinsson (9) og Kolbeinn Pálsson (8) hafa verið formenn KKÍ lengur í sögu sambandsins. Metið á þó Einar Bollason sem setið hefur í alls 17 ár í stjórn KKÍ, þar af 3 ár sem formaður. Fyrir þá sem ekki vita þá gerði [v+]http://www.kki.is/tolfraedi/ferill_leikmanns.asp?Felaganumer=93650[v-]Ólafur Rafnsson[slod-] garðinn frægan með Haukum hér á árum áður og lék Ólafur 7 landsleiki fyrir Íslands hönd, einmitt undir stjórn Einars Bollasonar. kki.is óskar Ólafi og fjölskyldu hans innilega til hamingju með afmælið.
Formaðurinn fertugur
7 apr. 2003Ólafur Rafnsson formaður KKÍ er fertugur í dag. Ólafur hefur setið í stjórn KKÍ óslitið frá árinu 1991 og sem formaður frá 1996. Hann hefur því leitt 7 stjórnir sambandsins. Aðeins Bogi Þorsteinsson (9) og Kolbeinn Pálsson (8) hafa verið formenn KKÍ lengur í sögu sambandsins. Metið á þó Einar Bollason sem setið hefur í alls 17 ár í stjórn KKÍ, þar af 3 ár sem formaður. Fyrir þá sem ekki vita þá gerði [v+]http://www.kki.is/tolfraedi/ferill_leikmanns.asp?Felaganumer=93650[v-]Ólafur Rafnsson[slod-] garðinn frægan með Haukum hér á árum áður og lék Ólafur 7 landsleiki fyrir Íslands hönd, einmitt undir stjórn Einars Bollasonar. kki.is óskar Ólafi og fjölskyldu hans innilega til hamingju með afmælið.