17 mar. 2003Þór Þorlákshöfn tryggði sér í gær sæti í Intersport-deildinni að ári með 79-69 sigri á Reyni S. í síðari undanúrslitaleik liðanna í Sandgerði í gærkvöld. Þór sigraði einnig í fyrri leik liðanna. Þetta er í fyrsta sinn sem Þór Þ. vinnur sér sæti í efstu deild í körfubolta eða annara boltaíþrótt.Þeir eru jafnframt 21. félagið sem leikur í úrvalsdeild síðan hún var stofnuð 1978. Á miðvikudagskvöld kemur í ljós hvor KFÍ eða Ármann/Þróttur fylgir Þór Þ. upp í Intersport-deildina, en þar sem hvort lið hefur einn vinning þurfa liðin að leika oddaleik um sætið. Á föstudagskvöld verður síðan úrslitaleikurinn um Íslandsmeistaratililinn í 1. deild karla.
Þór Þorlákshöfn 21. félagið í úrvalsdeild
17 mar. 2003Þór Þorlákshöfn tryggði sér í gær sæti í Intersport-deildinni að ári með 79-69 sigri á Reyni S. í síðari undanúrslitaleik liðanna í Sandgerði í gærkvöld. Þór sigraði einnig í fyrri leik liðanna. Þetta er í fyrsta sinn sem Þór Þ. vinnur sér sæti í efstu deild í körfubolta eða annara boltaíþrótt.Þeir eru jafnframt 21. félagið sem leikur í úrvalsdeild síðan hún var stofnuð 1978. Á miðvikudagskvöld kemur í ljós hvor KFÍ eða Ármann/Þróttur fylgir Þór Þ. upp í Intersport-deildina, en þar sem hvort lið hefur einn vinning þurfa liðin að leika oddaleik um sætið. Á föstudagskvöld verður síðan úrslitaleikurinn um Íslandsmeistaratililinn í 1. deild karla.