13 mar. 200320. úrslitakeppni úrvalsdeildar karla hefst í kvöld með tveimur leikjum í átta liða úrslitum Intersportdeildarinnar. Deildarmeistarar Grindvíkinga fá Hamar í heimsókn til Grindavíkur og KR-ingar taka á móti Njarðvík í DHL-Höllinni. Báðir leikirnir hefjast klukkan 19:15. Hin tvö einvígin í átta liða úrslitunum fara í gang á morgun þegar ÍR-ingar fara til Keflavíkur og Haukar taka á móti Tindastól á Ásvöllum. Átta liða úrsltin klárast um helgina nema ef til oddaleikja kemur en þeir munu fara fram á mánudag og þriðjudag. Búast má við hörkuviðureignum þar sem Hamar sigraði Grindavík í síðustu umferð deildarinnar. Auk þess sem meiðsl plaga lykilmenn Grindavíkinga. KR og UMFN hafa marga hyldi háð í úrslitakeppninni og er skemmst að minnast þess að Njarðvíkingar slógu KR út í undanúrslitum í fyrra. Sá leikur var einmitt á heimavelli KR. Fyrsta úrslitakeppnin fór fram vorið [v+]http://www.isisport.is/isi/urslit/kki/1984/1984002.htm [v-]1984[slod-] en fyrstu ellefu tímabilin var hún skipuð fjórum liðum. Frá [v+]http://www.isisport.is/isi/urslit/kki/1995/00000172.htm[v-]1995[slod-] hefur úrslitakeppnin hinsvegar verið skipuð átta liðum. Undir greinum má finna öll úrslit í sögu úrslitakeppni úrvalsdeildar karla 1984 til 2002 og eins er gott aðgengi þar að tölfræði leikjanna. Greinina má nálgast [v+]http://www.kki.is/greinar.asp?Adgerd=ein_grein&Recid=143[v-] hér[slod-] [v+]http://www.isisport.is/isi/urslit/kki/2003/00001737.htm[v-]Úrslitakeppni Intersport-deildarinnar 2003[slod-] [v+]http://www.isisport.is/isi/urslit/kki/2003/00001600.htm[v-] Intersport-deildin 2002-2003[slod-] [v+]http://www.kki.is/greinar.asp?Adgerd=ein_grein&Recid=143[v-]Saga úrslitakeppni úrvalsdeildar karla 1984-2002[slod-]