10 mar. 2003Eftir leik Keflavíkur og KR í 1. deild kvenna fá Keflvíkingar afhentan deildarmeistarabikarinn í körfuknattleik en liðið tryggði sér titilinn fyrir nokkru. Leikur Keflavíkur og KR hefst kl. 19.15 í kvöld og verður án efa hart barist eins og ávalt þegar þessi lið eigast við. KR-ingar eru í öðru sæti deildarinnar. Aðrir leikir í lokaumferðinni eru UMFG - Haukar og ÍS - UMFN. Ljóst er að Haukar eru fallnir, ÍS siglir lygnan sjó, Njarðvík lendir í fjórða sæti og Grindvíkingar í því þriðja. Njarðvíkingar geta náð Grindvíkingum að stigum en eru með slakari árangur í innbyrðis leikjum.
Keflvíkingar krýndir deildarmeistarar í kvöld
10 mar. 2003Eftir leik Keflavíkur og KR í 1. deild kvenna fá Keflvíkingar afhentan deildarmeistarabikarinn í körfuknattleik en liðið tryggði sér titilinn fyrir nokkru. Leikur Keflavíkur og KR hefst kl. 19.15 í kvöld og verður án efa hart barist eins og ávalt þegar þessi lið eigast við. KR-ingar eru í öðru sæti deildarinnar. Aðrir leikir í lokaumferðinni eru UMFG - Haukar og ÍS - UMFN. Ljóst er að Haukar eru fallnir, ÍS siglir lygnan sjó, Njarðvík lendir í fjórða sæti og Grindvíkingar í því þriðja. Njarðvíkingar geta náð Grindvíkingum að stigum en eru með slakari árangur í innbyrðis leikjum.