28 feb. 2003Á síðasta fundi tækninefndar FIBA var ákveðið að leggja til við miðstjórn FIBA breytingar á leikreglunum sem taka skulu gildi á næsta keppnistímabili. 1. Þegar knöttur er í loftinu eftir körfuskot og 24 sekúndna klukkan hringir skal ekki stöðva leikinn ef knötturinn fer í hringinn. 2. Hverju liði verður heimilt að taka 5 leikhlé í venjulegum leiktíma. Hægt er að taka tvö þeirra í fyrri hálfleik, (leikhlutar 1 og 2) og þrjú hvenær sem er í síðari hálfleik (leikhlutar 3 og 4). 3. Dómarakast verður aflagt úr reglunum nema við upphaf leiks, upphaf síðari hálfleiks og upphaf hverrar framlengingar. Verði tillögurnar samþykktar í miðstjórn FIBA sem fundar í maí 2003 munu þær taka gildi á næsta keppnistímabili. Tækninefndin lagði til tvær breytingar til viðbótar sem taka munu gildi keppnistímabilið 2004 - 2005 verði þær samþykktar. 1. Í öllum stærstu mótum FIBA eftir Ólympíuleikana í Aþenu verði þrír dómarar í hverjum leik. 2. Kvennaboltinn (nr. 6) verði notaður í öllum kvennamótum á vegum FIBA. Þetta er gamalt baráttumál Norðurlandanna innan FIBA og sérstaklega ánægjulegt að sjá að Tækninefndin mælir nú með samþykkt þess. Öll Norðurlöndin hafa notað bolta nr. 6 undanfarin ár í kvennadeildum sínum.
Breytingar á leikreglum
28 feb. 2003Á síðasta fundi tækninefndar FIBA var ákveðið að leggja til við miðstjórn FIBA breytingar á leikreglunum sem taka skulu gildi á næsta keppnistímabili. 1. Þegar knöttur er í loftinu eftir körfuskot og 24 sekúndna klukkan hringir skal ekki stöðva leikinn ef knötturinn fer í hringinn. 2. Hverju liði verður heimilt að taka 5 leikhlé í venjulegum leiktíma. Hægt er að taka tvö þeirra í fyrri hálfleik, (leikhlutar 1 og 2) og þrjú hvenær sem er í síðari hálfleik (leikhlutar 3 og 4). 3. Dómarakast verður aflagt úr reglunum nema við upphaf leiks, upphaf síðari hálfleiks og upphaf hverrar framlengingar. Verði tillögurnar samþykktar í miðstjórn FIBA sem fundar í maí 2003 munu þær taka gildi á næsta keppnistímabili. Tækninefndin lagði til tvær breytingar til viðbótar sem taka munu gildi keppnistímabilið 2004 - 2005 verði þær samþykktar. 1. Í öllum stærstu mótum FIBA eftir Ólympíuleikana í Aþenu verði þrír dómarar í hverjum leik. 2. Kvennaboltinn (nr. 6) verði notaður í öllum kvennamótum á vegum FIBA. Þetta er gamalt baráttumál Norðurlandanna innan FIBA og sérstaklega ánægjulegt að sjá að Tækninefndin mælir nú með samþykkt þess. Öll Norðurlöndin hafa notað bolta nr. 6 undanfarin ár í kvennadeildum sínum.