20 feb. 2003Kristinn Óskarsson FIBA dómari hefur verið tilnefndur af FIBA til að dæma í undanúrslitariðli drengjalandsliða sem fram fer í Tyrklandi dagana 17. - 21. apríl næstkomandi. Íslenska drengjalandsliðið vann sér rétt til að taka þátt í mótinu með góðum árangri í undankeppninni. Samkvæmt fréttum frá nýstofnaðri Evrópudeild FIBA verða dómaramál tekin til endurskoðunar. Liður í þeirri endurskoðun er að endurmeta þá FIBA dómara sem eru að dæma í dag og skoða yngri dómarana. Yfirmenn dómaramála í Evrópu munu því verða á mótinu í Tyrklandi þar sem þeir munu meta frammistöðu dómaranna og mun það mat hafa veruleg áhrif á framtíðarmöguleika viðkomandi dómara í Evrópu.
Kristinn til Tyrklands
20 feb. 2003Kristinn Óskarsson FIBA dómari hefur verið tilnefndur af FIBA til að dæma í undanúrslitariðli drengjalandsliða sem fram fer í Tyrklandi dagana 17. - 21. apríl næstkomandi. Íslenska drengjalandsliðið vann sér rétt til að taka þátt í mótinu með góðum árangri í undankeppninni. Samkvæmt fréttum frá nýstofnaðri Evrópudeild FIBA verða dómaramál tekin til endurskoðunar. Liður í þeirri endurskoðun er að endurmeta þá FIBA dómara sem eru að dæma í dag og skoða yngri dómarana. Yfirmenn dómaramála í Evrópu munu því verða á mótinu í Tyrklandi þar sem þeir munu meta frammistöðu dómaranna og mun það mat hafa veruleg áhrif á framtíðarmöguleika viðkomandi dómara í Evrópu.