20 feb. 2003Framhaldsskólamót KKÍ 2003 verður haldið á Sauðárkróki dagana 15.-16. mars nk. í umsjá Fjölbrautarskóla norðurlands vestra. Bréf með upplýsingum um mótið hefur verið sent út til framhaldsskólanna í landinu. Boðið verður uppá gistingu í heimavist FNV og kostar hún 500 kr. á mann. Einnig verður boðið uppá morgunverð og í athugun er að hafa sameiginlegan kvöldverð á laugardag og jafnvel dansleik. KKÍ vonast eftir að sem flestir framhaldsskólar sjái sér fært að senda karla og kvennalið í mótið. Frestur til að tilkynna þátttöku rennur út 25. febrúar nk.
Framhaldsskólamót á næstunni
20 feb. 2003Framhaldsskólamót KKÍ 2003 verður haldið á Sauðárkróki dagana 15.-16. mars nk. í umsjá Fjölbrautarskóla norðurlands vestra. Bréf með upplýsingum um mótið hefur verið sent út til framhaldsskólanna í landinu. Boðið verður uppá gistingu í heimavist FNV og kostar hún 500 kr. á mann. Einnig verður boðið uppá morgunverð og í athugun er að hafa sameiginlegan kvöldverð á laugardag og jafnvel dansleik. KKÍ vonast eftir að sem flestir framhaldsskólar sjái sér fært að senda karla og kvennalið í mótið. Frestur til að tilkynna þátttöku rennur út 25. febrúar nk.