3 feb. 2003Það urðu mikil tímamót í [v+]http://www.isisport.is/isi/urslit/kki/2003/00001600.htm[v-]Intersportdeildinni[slod-] í körfubolta í kvöld. ÍR-ingar unnu í kvöld sinn fyrsta úrvalsdeildarsigur í Ljónagryfjunni í 20 ár en fyrir [v+]http://www.isisport.is/isi/urslit/kki/2003/00001600/16001602.htm[v-]95-97[slod-] sigur Breiðahyltinga á Íslands- og bikarmeisturunum höfðu Njarðvíkingar unnið 18 deildarleiki liðanna í röð í Njarðvík. Þetta var jafnframt fyrsti sigur ÍR á Njarðvík í úrvalsdeildinni síðan 27. október 1994 en liðið hafði tapað 14 úrvalsdeildarleikjum í röð. ÍR og Njarðvík eru sigursælustu félög Íslands, ÍR-ingar hafa unnið titilinn 15 sinnum og Njarðvíkingar urðu Íslandsmeistarar í tólfta sinn síðasta vor. Síðasti sigurleikur ÍR-ingar í Ljónagryfjunni kom fyrir 20 árum og það næstum uppá dag 4. febrúar 1983, en ÍR vann þann leik [v+]http://www.isisport.is/isi/urslit/kki/1983/1983001/0010021.htm[v-]60-78[slod-] og skoraði Kolbeinn Kristinsson þá 25 stig fyrir ÍR-liðið og Pétur Guðmundsson 24. Valur Ingimundarson var stigahæstur fyrir Njarðvík, var með 24. ÍR-ingar nýttu 36 af 58 skotum sínum í leiknum í gær (62%) og nýttu meðal annars 9 af 10 þriggja stiga skotum sínum í fyrri hálfleik. ÍR-ingar nýtti aðeins 20 af 82 skotum sínum í fyrri leik liðanna í Seljaskóla (24%) og bættu sig þar með um 38% í nýtingu milli þessarra leikja. ÍR-liðið lagði grunninn að sigri sínum í öðrum leikhluta sem liðið vann 36-21 en Breiðhyltingar hittu þá úr 14 af 16 skotum sínum (88%) og þar af öllum fimm þriggja stiga skotum sínum. Sigurður Þorvaldsson skoraði 13 stig í leikhlutanum (6/7 í skotum) og Eiríkur Önundarson var með 7 stig (3/3 í skotum) og fjórar stoðsendingar. Það dugði Njarðvíkingum ekki að vinna fráköstin bæði undir sinni körfu, 15-4, sem og undir körfu ÍR-liðsins, 17-16. Njarðvíkurliðið vann fráköstin þar með 32-20 og átti fimm frákastahæstu leikmenn vallarsins en allt kom fyrir ekki en 20 þriggja stiga skot misfórust hjá liðinu í leiknum. G.J. Hunter hjá Njarðvík skoraði 15 af 24 stigum sínum og gaf 5 af 8 stoðsendingum sínum í seinni hálfleik og Teitur Örlygsson var með 21 stig, 7 fráköst, 8 stoðsendingar og 3 stolna bolta í liði Njarðvíkur. Hjá ÍR skoraði Sigurður Þorvaldsson 23 stig á 25 mínútum og nýtti 10 af 13 skotum sínum (77%). Eugene Christopher var með 21 stig , 6 stoðsendingar og 5 stolna bolta auk þess sem fyrirliði liðsins, Eiríkur Öundarson, nýtti 7 af 10 skotum sínum (4/6 í þriggja) og skoraði 20 stig, gaf 7 stoðsendingar og stal 2 boltum í leiknum þar af stal hann öðrum boltanum af Teiti Örlygssyni á lokasekúndu leiksins. Keflavík og Grindavík unnu stóra sigra í hinum leikjum kvöldsins, Keflvíkingar unnu sinn fjórða deildarleik í röð, [v+]http://www.isisport.is/isi/urslit/kki/2003/00001600/16001606.htm[v-]113-74[slod-], gegn Hamri og topplið Grindavíkur vann sinn níunda deildarleik í röð, [v+]http://www.isisport.is/isi/urslit/kki/2003/00001600/16001605.htm[v-]97-80[slod-] á Skallagrími.
Fyrsti sigur ÍR-inga í Ljónagryfjunni í 20 ár
3 feb. 2003Það urðu mikil tímamót í [v+]http://www.isisport.is/isi/urslit/kki/2003/00001600.htm[v-]Intersportdeildinni[slod-] í körfubolta í kvöld. ÍR-ingar unnu í kvöld sinn fyrsta úrvalsdeildarsigur í Ljónagryfjunni í 20 ár en fyrir [v+]http://www.isisport.is/isi/urslit/kki/2003/00001600/16001602.htm[v-]95-97[slod-] sigur Breiðahyltinga á Íslands- og bikarmeisturunum höfðu Njarðvíkingar unnið 18 deildarleiki liðanna í röð í Njarðvík. Þetta var jafnframt fyrsti sigur ÍR á Njarðvík í úrvalsdeildinni síðan 27. október 1994 en liðið hafði tapað 14 úrvalsdeildarleikjum í röð. ÍR og Njarðvík eru sigursælustu félög Íslands, ÍR-ingar hafa unnið titilinn 15 sinnum og Njarðvíkingar urðu Íslandsmeistarar í tólfta sinn síðasta vor. Síðasti sigurleikur ÍR-ingar í Ljónagryfjunni kom fyrir 20 árum og það næstum uppá dag 4. febrúar 1983, en ÍR vann þann leik [v+]http://www.isisport.is/isi/urslit/kki/1983/1983001/0010021.htm[v-]60-78[slod-] og skoraði Kolbeinn Kristinsson þá 25 stig fyrir ÍR-liðið og Pétur Guðmundsson 24. Valur Ingimundarson var stigahæstur fyrir Njarðvík, var með 24. ÍR-ingar nýttu 36 af 58 skotum sínum í leiknum í gær (62%) og nýttu meðal annars 9 af 10 þriggja stiga skotum sínum í fyrri hálfleik. ÍR-ingar nýtti aðeins 20 af 82 skotum sínum í fyrri leik liðanna í Seljaskóla (24%) og bættu sig þar með um 38% í nýtingu milli þessarra leikja. ÍR-liðið lagði grunninn að sigri sínum í öðrum leikhluta sem liðið vann 36-21 en Breiðhyltingar hittu þá úr 14 af 16 skotum sínum (88%) og þar af öllum fimm þriggja stiga skotum sínum. Sigurður Þorvaldsson skoraði 13 stig í leikhlutanum (6/7 í skotum) og Eiríkur Önundarson var með 7 stig (3/3 í skotum) og fjórar stoðsendingar. Það dugði Njarðvíkingum ekki að vinna fráköstin bæði undir sinni körfu, 15-4, sem og undir körfu ÍR-liðsins, 17-16. Njarðvíkurliðið vann fráköstin þar með 32-20 og átti fimm frákastahæstu leikmenn vallarsins en allt kom fyrir ekki en 20 þriggja stiga skot misfórust hjá liðinu í leiknum. G.J. Hunter hjá Njarðvík skoraði 15 af 24 stigum sínum og gaf 5 af 8 stoðsendingum sínum í seinni hálfleik og Teitur Örlygsson var með 21 stig, 7 fráköst, 8 stoðsendingar og 3 stolna bolta í liði Njarðvíkur. Hjá ÍR skoraði Sigurður Þorvaldsson 23 stig á 25 mínútum og nýtti 10 af 13 skotum sínum (77%). Eugene Christopher var með 21 stig , 6 stoðsendingar og 5 stolna bolta auk þess sem fyrirliði liðsins, Eiríkur Öundarson, nýtti 7 af 10 skotum sínum (4/6 í þriggja) og skoraði 20 stig, gaf 7 stoðsendingar og stal 2 boltum í leiknum þar af stal hann öðrum boltanum af Teiti Örlygssyni á lokasekúndu leiksins. Keflavík og Grindavík unnu stóra sigra í hinum leikjum kvöldsins, Keflvíkingar unnu sinn fjórða deildarleik í röð, [v+]http://www.isisport.is/isi/urslit/kki/2003/00001600/16001606.htm[v-]113-74[slod-], gegn Hamri og topplið Grindavíkur vann sinn níunda deildarleik í röð, [v+]http://www.isisport.is/isi/urslit/kki/2003/00001600/16001605.htm[v-]97-80[slod-] á Skallagrími.