20 jan. 2003Körfuknattleiksdeild Þórs Akureyri heldur mót fyrir 30 ára og eldri körfuknattleiksmenn í Íþróttahöllinni á Akureyri laugardaginn 1.febrúar næstkomandi. Leiktími verður 2x10-12 mínútur og klukka stoppuð í vítum. Mótið hefst kl. 11:00 en leikið verður í tveimur riðlum og síðan verður leikið um sæti eftir það. Þátttökugjald er 2000 krónur á mann og er snarl og óvissuferð að móti loknu innifalið í því. Skráning er hjá Jóhanni R. Sigurðssyni (ninny@simnet.is) en síðasti skráningardagur er miðvikudagurinn 29. janúar. Þegar hafa 10 lið skráð sig til leiks og fleiri eru í startholunum. Mt: Gömlu refirnir, Ágúst H. Guðmundsson og Eiríkur Sigurðsson, eiga vafalítið eftir að berjast grimmt um bikarinn góða.
Eldri manna mót á Akureyri 1. febrúar
20 jan. 2003Körfuknattleiksdeild Þórs Akureyri heldur mót fyrir 30 ára og eldri körfuknattleiksmenn í Íþróttahöllinni á Akureyri laugardaginn 1.febrúar næstkomandi. Leiktími verður 2x10-12 mínútur og klukka stoppuð í vítum. Mótið hefst kl. 11:00 en leikið verður í tveimur riðlum og síðan verður leikið um sæti eftir það. Þátttökugjald er 2000 krónur á mann og er snarl og óvissuferð að móti loknu innifalið í því. Skráning er hjá Jóhanni R. Sigurðssyni (ninny@simnet.is) en síðasti skráningardagur er miðvikudagurinn 29. janúar. Þegar hafa 10 lið skráð sig til leiks og fleiri eru í startholunum. Mt: Gömlu refirnir, Ágúst H. Guðmundsson og Eiríkur Sigurðsson, eiga vafalítið eftir að berjast grimmt um bikarinn góða.