29 des. 2002Íslenska karlalandsliðið tapaði fjórða og síðasta leiknum sínum á Spuerkeess-mótinu í Lúxemburg í morgun. Strákarnir töpuðu fyrir Kýpverjum, 59-66, sem með sigrinum tryggðu sér sigur á mótinu þrátt fyrir að eiga leik gegn heimamönnum inni. Íslensku strákarnir voru útkeyrðir enda að spila sinn fjórða landsleik á tæpum tveimur sólarhringum en Kýpverjar voru hinsvegar aðeins að leika sinn þriðja leik. Sigurður Þorvaldsson var stigahæstur í íslenska liðinu með 13 stig. Kýpurmenn mættu ferskir til leiks og leiddu 7-14 eftir fyrsta leikhluta. Íslensku strákarnir komu sér inn í leikinn á ný fyrir hálfleik en gáfu eftir í þriðja leikhluta þegar Kýpur náði 10 stiga forskoti. Friðrik Ingi Rúnarsson hvíldi nokkuð þá leikmenn sem mest hafði reynt á og nær allir leikmenn voru að spila í kringum 20 mínúturnar í leiknum. Ísland-Kýpur 59-66 (7-14, 25-28, 38-48) Stig Íslands: Sigurður Þorvaldsson 13 (5 fráköst), Sverrir Þór Sverrisson 9 (3 stolnir), Friðrik Stefánsson 8 (9 fráköst), Skarphéðinn Ingason 8, Jón Arnór Stefánsson 5, Pálmi Freyr Sigurgeirsson 5, Páll Kristinsson 4, Magni Hafsteinsson 3, Páll Axel Vilbergsson 2, Jón Nordal Hafsteinsson 2. Yfirlit yfir leiki íslenska liðsins á mótinu má finna [v+]http://www.kki.is/greinar.asp?Adgerd=ein_grein&Recid=125 [v-]hér[slod-].
Tap fyrir Kýpur í fjórða leiknum á tveimur sólarhringum
29 des. 2002Íslenska karlalandsliðið tapaði fjórða og síðasta leiknum sínum á Spuerkeess-mótinu í Lúxemburg í morgun. Strákarnir töpuðu fyrir Kýpverjum, 59-66, sem með sigrinum tryggðu sér sigur á mótinu þrátt fyrir að eiga leik gegn heimamönnum inni. Íslensku strákarnir voru útkeyrðir enda að spila sinn fjórða landsleik á tæpum tveimur sólarhringum en Kýpverjar voru hinsvegar aðeins að leika sinn þriðja leik. Sigurður Þorvaldsson var stigahæstur í íslenska liðinu með 13 stig. Kýpurmenn mættu ferskir til leiks og leiddu 7-14 eftir fyrsta leikhluta. Íslensku strákarnir komu sér inn í leikinn á ný fyrir hálfleik en gáfu eftir í þriðja leikhluta þegar Kýpur náði 10 stiga forskoti. Friðrik Ingi Rúnarsson hvíldi nokkuð þá leikmenn sem mest hafði reynt á og nær allir leikmenn voru að spila í kringum 20 mínúturnar í leiknum. Ísland-Kýpur 59-66 (7-14, 25-28, 38-48) Stig Íslands: Sigurður Þorvaldsson 13 (5 fráköst), Sverrir Þór Sverrisson 9 (3 stolnir), Friðrik Stefánsson 8 (9 fráköst), Skarphéðinn Ingason 8, Jón Arnór Stefánsson 5, Pálmi Freyr Sigurgeirsson 5, Páll Kristinsson 4, Magni Hafsteinsson 3, Páll Axel Vilbergsson 2, Jón Nordal Hafsteinsson 2. Yfirlit yfir leiki íslenska liðsins á mótinu má finna [v+]http://www.kki.is/greinar.asp?Adgerd=ein_grein&Recid=125 [v-]hér[slod-].