29 des. 2002Íslensku stelpurnar enduðu Spuerkeess-mótið í Lúxemburg á bestan mögulegan hátt með tíu stiga sigri, 65-55, á liði heimamanna. Jafnt var á flestum tölum og íslenska liðið var 35-37 undir í hálfleik en stelpurnar spiluð góða vörn og kláruðu síðan leikinn á síðustu þremur mínútunum. Íslenska liðið endaði þar með í þriðja sæti á mótin, Svíar unnu og England varð í öðru sæti. Birna Valgarðsdóttir var með 20 stig og 10 fráköst í leiknum en Erla Þorsteinsdóttir gerði 10 stig. Íslensku stelpurnar spiluðu góða vörn allt mótið en sóknarleikurinn varð síðan betri með hverjum leik og í heildina var íslenska liðið á mikilli uppleið milli leikja. Birna Valgarðsdóttir átti mjög góðan dag í dag en eins kom Sólveig Gunnlaugsdóttir sterk upp á endakafla leiksins og Helga Jónasdóttir kom inn með mikla baráttu af bekknum. Ísland-Lúxemburg 65-55 (16-16, 35-37, 48-49) Stig Íslands: Birna Valgarðsdóttir 20 (10 fráköst), Erla Þorsteinsdóttir 10 (4 fráköst, 3 varin skot, 3 stolnir), Sólveig Gunnlaugsdóttir 8, Hildur Sigurðardóttir 7 (10 fráköst), Helga Þorvaldsdóttir 7 (3 stolnir), Marín Rós Karlsdóttir 5, Helga Jónasdóttir 4 (7 fráköst, 3 stolnir), Svava Ósk Stefánsdóttir 3, Kristín Blöndal 1. Yfirlit yfir leiki íslenska liðsins á mótinu má finna [v+]http://www.kki.is/greinar.asp?Adgerd=ein_grein&Recid=125 [v-]hér[slod-].
Góður sigur íslensku stelpnanna í síðasta leiknum
29 des. 2002Íslensku stelpurnar enduðu Spuerkeess-mótið í Lúxemburg á bestan mögulegan hátt með tíu stiga sigri, 65-55, á liði heimamanna. Jafnt var á flestum tölum og íslenska liðið var 35-37 undir í hálfleik en stelpurnar spiluð góða vörn og kláruðu síðan leikinn á síðustu þremur mínútunum. Íslenska liðið endaði þar með í þriðja sæti á mótin, Svíar unnu og England varð í öðru sæti. Birna Valgarðsdóttir var með 20 stig og 10 fráköst í leiknum en Erla Þorsteinsdóttir gerði 10 stig. Íslensku stelpurnar spiluðu góða vörn allt mótið en sóknarleikurinn varð síðan betri með hverjum leik og í heildina var íslenska liðið á mikilli uppleið milli leikja. Birna Valgarðsdóttir átti mjög góðan dag í dag en eins kom Sólveig Gunnlaugsdóttir sterk upp á endakafla leiksins og Helga Jónasdóttir kom inn með mikla baráttu af bekknum. Ísland-Lúxemburg 65-55 (16-16, 35-37, 48-49) Stig Íslands: Birna Valgarðsdóttir 20 (10 fráköst), Erla Þorsteinsdóttir 10 (4 fráköst, 3 varin skot, 3 stolnir), Sólveig Gunnlaugsdóttir 8, Hildur Sigurðardóttir 7 (10 fráköst), Helga Þorvaldsdóttir 7 (3 stolnir), Marín Rós Karlsdóttir 5, Helga Jónasdóttir 4 (7 fráköst, 3 stolnir), Svava Ósk Stefánsdóttir 3, Kristín Blöndal 1. Yfirlit yfir leiki íslenska liðsins á mótinu má finna [v+]http://www.kki.is/greinar.asp?Adgerd=ein_grein&Recid=125 [v-]hér[slod-].