28 des. 2002Íslenska karlalandsliðið vann sinn fyrsta sigur á Spuerkeess-mótinu í Lúxemburg í kvöld þegar heimamenn í Lúxemburg voru lagðir af velli í þriðja leik liðsins á mótinu. Íslenska liðið tapaði 70-83 í seinni leik liðsins í gær en nú vannst 64-61 sigur. Sverrir Þór Sverrisson átti frábæran leik en hann var stigahæstur í íslenska liðinu með 20 stig auk þess að stela 6 boltum. Íslenska liðið spilar sinn síðasta leik á mótinu gegn Kýpur á morgun og þar ætla menn sér að bæta fyrir tapið gegn þeim í fyrsta leik mótsins á föstudaginn. Eftir slakan fyrri hálfleik, sem tapaðist með 12 stiga mun, 28-40, rifu strákarnir sig upp. Friðrik Ingi Rúnarsson þjálfari skipti í svæðisvörn sem skákaði sóknarleik Lúxemburgara og íslenska landsliðið vann seinni hálfleikinn 36-21 þar af vannst þriðji leikhlutinn 16-6. Íslensku strákarnir börðust vel sem sést vel á þeim 18 sóknafráköstum og 22 stolnum boltum sem liðið náði í leiknum. Ísland-Lúxemburg 64-61 (12-22, 28-40, 44-46)
Hefnd og sigur gegn heimamönnum
28 des. 2002Íslenska karlalandsliðið vann sinn fyrsta sigur á Spuerkeess-mótinu í Lúxemburg í kvöld þegar heimamenn í Lúxemburg voru lagðir af velli í þriðja leik liðsins á mótinu. Íslenska liðið tapaði 70-83 í seinni leik liðsins í gær en nú vannst 64-61 sigur. Sverrir Þór Sverrisson átti frábæran leik en hann var stigahæstur í íslenska liðinu með 20 stig auk þess að stela 6 boltum. Íslenska liðið spilar sinn síðasta leik á mótinu gegn Kýpur á morgun og þar ætla menn sér að bæta fyrir tapið gegn þeim í fyrsta leik mótsins á föstudaginn. Eftir slakan fyrri hálfleik, sem tapaðist með 12 stiga mun, 28-40, rifu strákarnir sig upp. Friðrik Ingi Rúnarsson þjálfari skipti í svæðisvörn sem skákaði sóknarleik Lúxemburgara og íslenska landsliðið vann seinni hálfleikinn 36-21 þar af vannst þriðji leikhlutinn 16-6. Íslensku strákarnir börðust vel sem sést vel á þeim 18 sóknafráköstum og 22 stolnum boltum sem liðið náði í leiknum. Ísland-Lúxemburg 64-61 (12-22, 28-40, 44-46)