22 nóv. 2002Keflavík og Grindavík tryggðu sér í kvöld sæti í úrslitaleik Kjörísbikarsins en úrslitaleikurinn fer fram í Keflavík á morgun, laugardag, og hefst klukkan 16:30. Grindavík vann Hauka örugglega 95-71 í fyrri leiknum og Keflvíkingar unnu síðan 87-78 sigur á KR í seinni leiknum. Þetta verður í annað sinn sem Keflavík og Grindavík leika í úrslitum keppninnar en bæði hafa þau unnið titilinn, Keflavík þrisvar (1996, 1997 og 1998 eftir sigur á Grindavík) en Grindavík einu sinni (2000). Heildaryfirlit yfir sögu keppni hinna fjögurra fræknu má finna [v+]http://www.kki.is/greinar.asp?Adgerd=ein_grein&Recid=111 [v-]hér[slod-] og þar eru tölurnar uppfærðar eftir undanúrtslitaleikina. Grindavík vann fyrri leikinn [v+]http://www.isisport.is/isi/urslit/kki/2003/00001603/16030501.htm [v-]71-95[slod-] eftir að hafa náð 13-2 forskoti í upphafi og leitt 39-49 í hálfleik. Darrel Lewis skoraði 27 stig og tók 11 fráköst fyrir Grindavík, Guðmundur Bragason var með 17 stig og 7 fráköst, Páll Axel Vilbergsson skoraði 14 stig og tók 7 fráköst og þá gerði Guðlaugur Eyjólfsson 13 stig, þar af átta þeirra í upphafi er Grindavík komst í 4-16. Hjá Haukum var Stevie Johnson með 34 stig og 17 fráköst en misnotaði þó 17 af 31 skoti og tapaði 5 boltum. Enginn annar Haukamaður komst yfir 10 stigin en Ottó Þórsson gerði 9 stig þar af sjö í fyrsta leikhluta. Keflavík komst í úrslitin keppninnar í sjötta sinn á sjö árum með [v+]http://www.isisport.is/isi/urslit/kki/2003/00001603/16030502.htm [v-]87-78[slod-] sigri á KR. Keflavík byrjaði leikinn vel og var með sjö stiga forskot, 27-20, eftri fyrsta leikhluta en KR minnkaði muninn í þrjú stig fyrir hlé, 43-40 og svo í tvö stig, 59-57 fyrir síðasta leikhlutann. Keflvíkingar kláruðu hinsvegar leikinn í upphafi fjórða leikhluta þegar þeir skoruðu 14 af fyrstu 17 stigum hans. Damon Johnson var með 26 stig, 8 stolna bolta og 6 fráköst fyrir Keflavík, Gunnar Einarsson skoraði 23 stig og tók 5 fráköst auk þess að nýta 8 af 10 skotum sínum og Hjörtur Harðarson skoraði 10 stig og gaf 3 stoðsendingar á þeim 16 mínútum sem hann spilaði en Hjörtur nýtti öll 3 skotin sín. Þá má ekki gleyma þætti Jóns Nordal Hafsteinssonar sem skoraði 6 stig, tók 14 fráköst, átta þeirra í sókn, stal 7 boltum og varði 2 skot. Hjá KR var Darrell Flake með 34 stig og 13 fráköst en hann nýtti 15 af 20 skotum sínum. Skarphéðinn Ingason skoraði 16 stig og þeir Magnús Helgason og Arnar Kárason skoruðu báðir 10 stig auk þess sem Arnar gaf 7 stoðsendingar og stal 4 boltum.
Keflavík og Grindavík í úrslit Kjörísbikarsins
22 nóv. 2002Keflavík og Grindavík tryggðu sér í kvöld sæti í úrslitaleik Kjörísbikarsins en úrslitaleikurinn fer fram í Keflavík á morgun, laugardag, og hefst klukkan 16:30. Grindavík vann Hauka örugglega 95-71 í fyrri leiknum og Keflvíkingar unnu síðan 87-78 sigur á KR í seinni leiknum. Þetta verður í annað sinn sem Keflavík og Grindavík leika í úrslitum keppninnar en bæði hafa þau unnið titilinn, Keflavík þrisvar (1996, 1997 og 1998 eftir sigur á Grindavík) en Grindavík einu sinni (2000). Heildaryfirlit yfir sögu keppni hinna fjögurra fræknu má finna [v+]http://www.kki.is/greinar.asp?Adgerd=ein_grein&Recid=111 [v-]hér[slod-] og þar eru tölurnar uppfærðar eftir undanúrtslitaleikina. Grindavík vann fyrri leikinn [v+]http://www.isisport.is/isi/urslit/kki/2003/00001603/16030501.htm [v-]71-95[slod-] eftir að hafa náð 13-2 forskoti í upphafi og leitt 39-49 í hálfleik. Darrel Lewis skoraði 27 stig og tók 11 fráköst fyrir Grindavík, Guðmundur Bragason var með 17 stig og 7 fráköst, Páll Axel Vilbergsson skoraði 14 stig og tók 7 fráköst og þá gerði Guðlaugur Eyjólfsson 13 stig, þar af átta þeirra í upphafi er Grindavík komst í 4-16. Hjá Haukum var Stevie Johnson með 34 stig og 17 fráköst en misnotaði þó 17 af 31 skoti og tapaði 5 boltum. Enginn annar Haukamaður komst yfir 10 stigin en Ottó Þórsson gerði 9 stig þar af sjö í fyrsta leikhluta. Keflavík komst í úrslitin keppninnar í sjötta sinn á sjö árum með [v+]http://www.isisport.is/isi/urslit/kki/2003/00001603/16030502.htm [v-]87-78[slod-] sigri á KR. Keflavík byrjaði leikinn vel og var með sjö stiga forskot, 27-20, eftri fyrsta leikhluta en KR minnkaði muninn í þrjú stig fyrir hlé, 43-40 og svo í tvö stig, 59-57 fyrir síðasta leikhlutann. Keflvíkingar kláruðu hinsvegar leikinn í upphafi fjórða leikhluta þegar þeir skoruðu 14 af fyrstu 17 stigum hans. Damon Johnson var með 26 stig, 8 stolna bolta og 6 fráköst fyrir Keflavík, Gunnar Einarsson skoraði 23 stig og tók 5 fráköst auk þess að nýta 8 af 10 skotum sínum og Hjörtur Harðarson skoraði 10 stig og gaf 3 stoðsendingar á þeim 16 mínútum sem hann spilaði en Hjörtur nýtti öll 3 skotin sín. Þá má ekki gleyma þætti Jóns Nordal Hafsteinssonar sem skoraði 6 stig, tók 14 fráköst, átta þeirra í sókn, stal 7 boltum og varði 2 skot. Hjá KR var Darrell Flake með 34 stig og 13 fráköst en hann nýtti 15 af 20 skotum sínum. Skarphéðinn Ingason skoraði 16 stig og þeir Magnús Helgason og Arnar Kárason skoruðu báðir 10 stig auk þess sem Arnar gaf 7 stoðsendingar og stal 4 boltum.